Halló aftur, mikið rétt ég er enn á lífi. Þetta er allt saman búið að ganga svona upp og niður hjá mér. Það er sko mun erfiðara en að segja það að maður ætli að breyta sér og án þess að fá hjálp frá neinum nema innri styrk, og minn innri styrkur hefur víst ekki alveg verið nógu sterkur, en ég er að reyna að byggja hann upp. Það gengur víst hægt og sígandi. Þessar helgar sem hafa liðið, þá hef ég jú 2x farið að djamma og í bæði skiptin notaði ég líka dóp, sem er náttúrulega ekkert til að hrópa húrra fyrir, en ég er líka búin að finna það að það sem ég var búin að byggja upp datt næstum allt niður eftir þetta. Þannig þetta kemur allt fljótlega hjá mér vonandi. Ég er reyndar ekki búin að kynnast neinu fólki í svipuðum gír og ég þannig það er svolítið mikið erfitt að standa í þessu ein, en ég ætla mér samt ekki að gefast upp. Eins er samt með mataræðið, það er ansi erfitt að fylgja öllu sem stendur í LFL bókinni þannig ég hef kannski stundum verið að borða bara 4x á dag. En annars þá hef ég sótt ansi mikið í nammi líka, það er alveg hræðileg sykurþörf hjá mér. Veit einhver afhverju hún verður allt í einu svona gífurleg? En já.. varðandi kílóin þá eru samt 2 farin af mér en ég held það sé mest vökvatap, ég þamba samt vatn allan daginn og drekk svona u.þ.b. 3 lítra á dag. Það er ótrúlega skrítið en maður finnur einhvernveginn hvernig húðin hreinsast alveg þegar maður drekkur svona mikið vatn.
En núna ætla ég að drífa mig að reyna að sofna svo ég geti vaknað og farið að lyfta í fyrramálið.
Takk fyrir lesninguna.

Kveðja,
Charlene
Charlene