Jæja þá er fjórði dagurinn liðinn. Mér er búið að takast að vakna alltaf og mæta í ræktina og gera allar æfingarnar sem ég hef ætlað að gera. Þegar ég tók neðri helming líkamans, s.s. fætur þá fékk ég geðveika mjólkursýru í vöðvana og gat varla hreyft mig. Fékk að sjálfsögðu geðveikar harrsperrur og ég er varla búin að geta gengið síðan í gær. Með mataræðið, þá er það búið að takast nokkuð vel yfir alla dagana, borða lítið í einu en 6x á dag. Reyndar bæði í fyrrakvöld og gærkvöld þá borðaði ég nammi og ís :( ég er að reyna að hemja mig samt. Það er ekkert smá erfitt að reyna að hætta að éta svona eitthvað jukk á kvöldin. því það er svo gott :(
Svo reyndar fór ég á kaffihús í kvöld, mig langaði ekkert smá mikið í bjór en mér tókst að neita mér um hann og fékk mér te í staðinn. god, mig langaði samt svo í bjórinn að ég bara næstum skalf.
Svo er svo furðulegt, mér er sífellt kalt í þessum hita sem nú búinn er að vera, og ég skelf stundum. Og svo dreymir mig á nóttunni um komandi helgi, sem sé djamm, smá kók, smá spítt.. og god mig langar svo í… :( mig er búið að dreyma þetta á nærri hverju kvöldi.. En ég ætla eins mikið og ég get að halda mér frá öllu djammi þessa helgi, það er samt svo erfitt, vinirnir eru að ýta undir það að maður komi út. Ég á t.d. enga vini sem myndu vilja gera eitthvað heilsusamlegra á laugardagskvöldi.. þannig þetta er þvílík þjáning og á maður bara að loka sig inni?

Kveðja,
Charlene
Charlene