Sælir Hugarar.

Ég hef ekki farið til tannlæknis í langan tíma, og var ekkert sérstaklega ánægður með síðasta tannlækni þarsem hann gerði lítið annað en að mæla með uppskurðum við vandamálum sem hægt var að leysa með tannréttingarbúnaði sem maður sefur með.

En ég vil endilega kíkja til tannlæknis til að láta kanna góminn á mér og hreinsa tennurnar, en ég vill fá einhvern góðan með kostnaðarlitlar hugmyndir (ef að þess þarf).

Þannig að hvernig á ég að fara að því að leita mér að nýjum tannlækni?

Er einhver samkeppni milli tannlækna, eða eru allir jafn dýrir? Er eitthvað sem að ég á að kanna í fari eða sögu þeirra? Eru kannski einhverjir sem að þið mælið með?

Hvað á ég til bragðs að taka sem fátækur námsmaður?

Væri gaman að heyra hvað fólki sem er reyndari finnst um þetta.

K.