Ég stillti klukkuna mína á 9 því ég ætlaði að vera mætt í ræktina kl 10 svo ég gæti verið þar í klukkutíma áður en ég fór að vinna, en allt kom fyrir ekki. Auðvitað svaf ég yfir mig. En jæja ég lét það ekki á mig fá, fór á fætur, spældi eggjaköku, 2 hvítur á móti einu heilu eggi og ein matskeið undanrenna samanvið. Léttsteikti þetta á pönnu með olífuolíu og ristaði svo eina grófa brauðsneið með. Svo mætti maður bara í vinnuna, drakk tveimur tímum seinna einn svona myoplex blandaðann í vatn. Í hádeginu fékk ég mér svo pasta með túnfiski, lauk og olífum og tómatsósu. Allt svona saman sett eins og er í bókinni Líkami fyrir lífið. Svo kl sex þá fékk ég mér aftur myoplex. Svo þegar ég kláraði að vinna fór ég yfir í ræktina og keypti mér 3ja mánaða kort, og byrjaði að lyfta samkvæmt efri hluta prógramminu. Ég tók bara ansi vel á miðað við að ég hef ekkert hreyft mig í nærri hálft ár. En ég er viss um að ég eigi eftir að fá harrsperrur á morgun. Samt teygði ég nokkuð vel á. En þetta er ótrúlega góð tilfinning, svona þreytu-líðan í öllum vöðvunum.
En jæja ég ætla ekki að klikka í fyrramálið, því þá ætla ég að vakna snemma til að fara að skokka í 20 mínútur áður en ég mæti til vinnu.
Þakka lesninguna,

Kveðja, Charlene
Charlene