Ég heiti Charlene, ég er 21 árs gömul stúlka úr Reykjavík og er djammfíkill. Öllu sem því fylgir. Ég hef svo sem ekki lennt í neinu alltof rosalegu en stundum finnst mér eins og ég geti ekki meir. Ég verð að breytast. Ég verð ansi oft þunglynd í miðri viku og um helgar ef ég finn ekkert að gera. Mér finnst lífið mitt oft vera mjög tilgangslaust og ég hef bara ekkert til að lifa fyrir. Ég hef marg oft hugsað útí það hvernig ég á að fara að því að drepa mig. En ég veit ég mun samt ekki gera það þótt mig langi. Ég bara einfaldlega þori því ekki. Ég er líka hrædd um að þá myndi ég eyðileggja líf foreldra minna. Ég vil ekki gera það. En mér finnst þetta líf allt svo skrítið. Ég meina eins og t.d. hjá foreldrum mínum, allir dagar eru eins hjá þeim, vinna, koma heim, borða, horfa á fréttirnar og fara svo að sofa. Er virkilega einhver tilgangur með þessu? Mig langar ekki t.d. að lífið mitt sé svona innantómt þegar ég verð á þeirra aldri. Þannig hvers vegna ekki að drepa sig? Þegar allt er svona tilgangslaust? Svo er það annað, hvað gerist þá, þ.e.a.s. ef maður drepur sig? bara eilíf hvíld, fæðast aftur eða eitthverskonar himnaríki? Ég er líka hrædd við það. Hvað bíður manns.
En jæja greinin átti ekki að fjalla um þetta, heldur það ég er já, djammfíkill. Ég drekk aldrei á virkum dögum og ekki allar helgar en svona, að meðaltali drekk ég einu sinni í viku, en ekkert mikið, en það sem fylgir er dóp. Ég tek spítt, kók, gras eða hvað sem mér er boðið. Og við sérstök tilefni tek ég ellur. Þetta er allt æðislega gaman, en ég veit það verður ekki svoleiðis til lengdar. Fyrir utan hvað fer mikill peningur í þetta. Ég vil hætta þessu öllu, en ég veit að til þess að ég hætti í þessu dópi verð ég að hætta að drekka líka, því í hvert skipti sem ég smakka alkahól í einhverjum mæli (þá er ég ekki að tala um einn bjór inná kaffihúsi eða rauðvín með matnum) þá langar mig alltaf í eitthvað sterkara, smá spítt til að verða ekki of fullur, eða smá kók til að vera rosalega merkileg. eða þannig líður manni.
Ég tók ákvörðun í seinustu viku, um að reyna að byrja nýtt líf núna á mánudag. Ég las alla bókina Líkami fyrir lífið eftir Bill Phillips í seinustu viku til að byrja einhversstaðar. Þeir sem vita ekkert um þetta þá er þessi bók til hjálpar þeim sem vilja breyta lífi sínu og líkama. Ég er alls engin jússa eða anorexiuskjúklingur, heldur bara þessi meðal manneskja. Ég las þessa bók því ég vil reyna breyta þessu hvernig ég er. Hætta að nota dóp og áfengi. Reyna frekar að safna þeim pening og eyða í eitthvað þarflegra. Ég bara á svo hryllilega erfitt með þetta. Mig langar svo t.d. næstu helgi að fara út og poppa e. En samviskan mín segir mér að reyna að halda þessu frá mér.
Þess vegna ætla ég í fyrramálið að fara í ræktina og kaupa mér 3ja mánaða kort til að byrja með. Í bókinni segir frá því að maður verður að skrifa markmið sín og ástæður hvers vegna maður ætli að byrja á þessu. Mínar ásætður eru eftirfarandi:

*Innst inni líður mér illa, er oft óánægð með sjálfa mig þótt ég láti lítið á því bera varðandi aðra í kringum mig
*Ég er sífellt þreytt og kraflítil
*Með því að halda áfram á sömu braut eru kostirni þeir að ég get haldið áfram að skemmta mér með sömu félögunum þótt ég efist um að þeir séu í alvörunni vinir mínir en ókostirnir eru þeir að ég mun missa samband við þau öll þegar ég hætti í þessu öllu, ég mun ekki fara út að skemmta mér, þ.e.a.s. á skemmtistaði því ég mun ekki einu sinni getað það edrú.
*mig langar til að líða betur varðandi almenna líðan og ytri líkama, langar að vera í góðu formi og geta tekist á við daginn án þess að hugsa um hvernig ég eigi að fara að því að drepa mig.

Einnig var ráðlagt í bókinni að skrifa markmið sem maður ætlar að ná á þessum tólf vikum sem prógrammið er. Mín markmið eru þessi:

*Hætta öllu rugli
*Styrkja allan líkamann
*Grennast um allan líkamann og fá sjáanlega vöðva (samt ekkert svona vaxtaræktar dót)
*haldast í góðu formi framvegins

Síðan var manni ráðlagt að mæla sig allan til að vita hvernig maður er fyrir og hvernig maður verður eftir.
útúr mælingunni hjá mér kom:

*utan um brjóst = 101cm
*mitti = 88cm
*mjaðmir = 94cm

og svo var 61kg þegar ég fór uppá vigtina.

Þetta er ansi mikil og stór ákvörðun sem ég ætla að framkvæma, og þess vegna var ég að vonast eftir að fá stuðning frá ykkur svo ég falli ekki í sama farið aftur. Ég veit það alveg og finn að ég vil breyta mér, sem sé hætta þessu djammi og fá ofurflottan líkama en samt er alltaf eitthvað inní mér sem segir mér að smá djamm í viðbót saki ekki. Þetta er alveg hræðilegt að líða svona.
En já á morgun er mánudagur og ég ætla að reyna að byrja á þessu og takast á bara við einn dag í einu.
Síðan skal ég reyna að senda inn pistil hérna einu sinni í viku til að þið getið fylgst með mér og reynt að hvetja mig áfram svo ég gefist ekki upp.
Ég þakka lesninguna.
Kveðja, Charlene.
Charlene