Ég á við smá (STÓRT) vandamál að stríða og datt í hug að einhver ætti til ráð til hjálpar, ég er með félagsfælni á háu stigi, ég get ekki farið út úr húsi öðruvísi en að vera með hraðan hjartslátt hausverk og flökurleika því ég gæti hitt einhvern. Ef ég fer í búðina þá kemur fyrir að ég er jafnvel búin að setja vörur í kerruna en fæ allt í einu hræðslukast og skil allt eftir kem mér bara heim, við höfum verið hérna hálf matar og mjólkurlaus af því að ég gefst upp á að fara í búðina. Við búum hérna í Danmörk og ég er ekki að meika það að fara til læknis útaf þessu ég þori ekki einusinni að hringja og panta tíma hjá lækninum, ég er oft búin að lyfta tólinu en kemst svo ekki lengra. Ég get ekki farið í bankann að borga reikningana þannig að það sem er ekki í greiðsluþjónustu safnar oft dráttarvöxtum, eða þangað til að ég læðist í bankann og skammast mín svo hrikalega fyrir að láta sjá mig. Ég er ekki það sem kallast ófríð manneskja þannig að ég á ekki að þurfa að skammast mín fyrir útlitið. Ég veit í raun ekki hvað er að eða af hverju ég þarf að vera svona mér allavega líður ekki of vel yfir þessu. Mér gengur ágætlega að umgangast nánustu vini og ættingja en það koma tímar sem ég get varla umgengist mín eigin börn hvað þá aðra. Hvað er til ráða ? HJÁLP !!!!!