Júlían og Viktor fengu silfur á EM unglinga Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni og Viktor Samúelsson frá Akureyri unnu báðir til silfurverðlauna á Evrópumeistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem nú stendur yfir á Englandi.

Júlían, sem keppir í yfirþungavigt, +125 kg flokki, í aldursflokki 14-18 ára, lyfti samtals 782,5 kg í samanlögðu en sigurvegarinn, frá Belgíu, lyfti samtals 795 kg. Júlían fékk fyrstu verðlaun í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu.

Viktor, sem keppir í þungavigt, 105 kg flokki, í aldursflokki 14-18 ára, lyfti samtals 735 kg og fékk fyrstu verðlaun í bekkpressu. Siguvegarinn, frá Finnnlandi, lyfti samtals 787,5 kg.

Sjálfur vil ég óska strákunum með frábæran árangur.

*Grein tekin af Mbl*
~~ Ég er lolzor og ég lulza.