Í dag, miðvikudaginn 10. apríl er 3 dagurinn minn í lifrarhreinsun. Í þessari lifrarhreinsun er ég að hreinsa líkama minn við allskyns úrgangsefni sem safnast fyrir í líkamanum. Þetta er viku prógramm sem ég er með, og fyrstu 4 dagarnir eru “kökubitar” ;) en svo vandast málin um helgina. Ef einhver hérna hefur áhuga á þessari lifrarhreinsun þá er planið eftirfarandi:

Frá mánudegi til föstudags er drukkinn 1 líter af eplasafa á dag. Föstudag á að pressa safan úr 6 appelsínum, 3 sítrónum og 3 grape. Blanda út í safan vatni svo hann verði 3 lítrar. Drekka 1 glas á klst fresti. Ekki borða neitt þann dag.

Laugardag þá fljótandi td grænmetissúpa eða safi. ávaxtasafi nýpressaður. Kl 15:00 þá 2 matskeiðar af Epson salti í glas af vatni, passa að allt saltið leysist upp. endurtaka kl 17:00 í kvöldmat gott að borða citrusávexti.

fyrir svefn blanda safa úr 2 sítrónum + 2 matskeiðar græn ólífuolía + Cayian pipar, nokkur korn hrist saman og drekkið. Lagst á hægri hliðina í 20 mín (mikilvægt)

Sunnudagsmorgun þá 1 matskeið Epson salt í glas af volgu vatni þegar vaknar. Léttur matur fram að hádegi.


Læknirinn minn er að útdeila þessu, svo engar áhyggjur yfir hollustu þess að gera þetta. En maður verður að passa að drekka bara eðlilega af vatni, þetta er bara viðbót! og um helgina má ekki drekka eða borða neitt annað, þar með talið gos, kaffi, te… what ever.

kveðja kvkhamlet