Ég sendi inn kork á reynslusögur fyrir stuttu um kynferðislega áreittni sem ég varð fyrir. Ég er ekki búin að segja mömmu frá þessu áreiti.
Ég bý úti á landi, í litlu sjávarþorpi. Ég er í grunnskóla og í flestum grunnskólum er skólasálfræðingur en hérna kemur hann 3 sinnum yfir veturinn einu sinni á hverri önn, hann kemur næst í apríl. Mig langar svo að fara til hans og tala um þetta við hann en hér þekkja allir alla þannig að það myndu allir vita að ég hefði farið til hans og þá fara auðvita allir vinir mínir að spurja afhverju ég hafi verið þar.
Ég er mikið að spá í að fara til hans en hvað á ég að segja við skólastjórann á ég bara að spurja hvort ég megi tala við skólasálfræðinginn? (Ég vissi ekki að það kæmi sálfræðingur í skólann hérna, fyrr en núna eftir áramót og ég efast um að allir viti það.)
Skólastjórinn og aðstoðarskólastjórinn þekkja mig mjög vel og ég er svo hrædd um að þeir spurji afhvejru ég sé að fara til hans og mig langar líka að segja mömmu að mig langi til hans en ég þori því ekki.

Ég fer í baklás ef ég er skömmuð því að ég hef aldrei verið skömmuð bara talað rólega við mig og um daginn var ég í tíma hjá aðstoðarskólastjóranum og hann skammaði mig eitthvað og þá fór ég að grenja og fór heim. Þannig að hann veit alveg að mer líður illa eftir það þurfti ég að tala við skólastjórann og hann veit líka að mér líður illa.
Á www.netdoktor.is er hægt að taka þunglyndispróf og ég og vinkona mín tókum það um daginn hún fékk 9 en ég 78!!

Á ég að fara til sálfræðingsins eða ekki? Á ég bara að spurja skólastjórann hvort ég megi fara til hans og ef hann spyr hvort eitthvað sé að á ég þá bara að segja þér kemur það ekki við? Á ég að segja mömmu að mig langi til hans?
Þið þurfið ekki að segja mér að ég verði að segja mömmu þetta ég veit það.. sá tími mun koma!
Ég gerði það sem ég gerði og ætla ekki að gera það aftur. Ég er sá sem ég er og afber ekki lengur að skammast mín fyrir það.