Af hverju er það þannig að sumir verða bara veikir í fríunum sínum?!

Ég var í fermingarveislu í gær, var búin að vera geðveikt slöpp allan daginn, þar til ég var komin með svo mikinn hausverk að ég lá fram á borðið í veislunni. Þegar ég kom heim var ég með 38,2°C
þetta er svo dæmigert fyrir mig að ég gæti öskrað!

Ég sem verð svo sjaldan veik, er búin að verða veik tvisvar núna bara á þessu ári! og ég verða bara veik á verstu tímum.

Jólafrí, páskafrí, vetrarfrí, söngvakeppni (fékk þá hlaupabóluna!).. ef ég dirfist að hlakka til einhvers þá verð ég veik!
talandi um að vera vinnuveitenda vænn!

er ekki einhver þarna úti sem verður líka bara veikur í fríunum sínum?