Halló ég var ekki alveg viss hvert ég ætti að pósta þetta en heilsa virtist skásti kosturinn!

Hérna er mitt vandamál:

Málið er að ég er með hrikalega mikinn kvíða fyrir stærðfræðiprófum. Bara stærðfræðiprófum. Ég býst við að ég hafi verið svona frá upphafi en ég fór ekki að taka eftir því almennilega fyrr en ég kom í 8. bekk. Mér hefur aldrei gengið neitt sérlega vel í stfr. en ég er í 10.bekk núna og senn líður að samræmdu prófunum….ég er orðin alveg þokkalega stressuð og veit eiginlega ekki alveg hvað ég á að gera í þessu máli. eru til einhverjir svona sérstakir sálfræðingar þ.e.a.s. einhverjir sem sérhæfa sig í prófkvíða??
eru einhverjir fleiri svona “out there” sem hafa gert eitthvað í þessu?? ég er eiginlega soldið meira en þokkalega stressuð, ég er eiginlega frekar með svona…AÐ-DREPAST-ÚR-HRÆÐSLU-stress…skiljiði?
prófin eru nefnilega eftir ca. 1. mánuð (úff)…
hvað get ég gert??? HJÁLP!!

KV. AldaK