Ég ákvað að posta þessu hérna í þeirri von að það hjálpi einhverjum…

Ég hef lengi átt við vandamál að stríða. Af andlegum togi sem basically snýst um það að líða illa… nánast alltaf !!!. En ég hef aldrei leitað mér hjálpar. Ekki vitað hvert ég ætti að snúa mér eða hvað ég ætti að segja. Hvað ef manneskjan segði að ég væri bara ímyndunarveik og að aðrir hefðu það miklu verr en ég.
Ég veit að margir hafa það miklu verr en ég en það þýðir líka að margir hafa það mikið betra og alveg sama hvað, það er engin ástæða til að láta sér líða illa að óþörfu!!!!

Um daginn leitaði ég mér loks hjálpar. Ég fór til heimilislæknisins míns sem vísaði mér á geðlækni. Ég fór til hans og guð má vita að hvorugt var auðvelt !!!
Ég veit ekki hve oft ég hugsaði um að afpanta bara hjá þeim… ég væri bara að ímynda mér þetta.. ég þyrfti ekkert á hjálp að halda. En ég þurfti að fara til heimilislæknis hvort eð er því ég þurfti að fá læknisvottorð fyrir próf sem ég hafði misst af. Og ég ákvað hingað og ekki lengra…. það væri komið nóg. Fyrst ég væri komin þangað á annað borð þá ætti ég að nota tækifærið !!

Ég er búin að vera með strák í 1 og hálft ár og gæti bara ekki verið með betri strák. Við erum farin að búa saman í eigin íbúð. Ég er í Háskólanum í Reykjavík og búin með eina önn þar. Lífið ætti bara ekki að geta verið dásamlegra en það breytir því ekki að ég er það sem er kallað félagsfælin og hef verið frá því að ég man eftir mér.

Það hjáir mig í öllu lífi. Í skóla, í samskiptum við fólk…… Er bara ekki að höndla að þurfa að hafa samskipti við fólk og skólanámið ofsalega vel. Ef ég mætti ráða þá færi ég aldrei út fyrir hús en svo auðvelt er lífið nú ekki…..

Ég er byrjuð á lyfjameðferð og samtalsmeðferð hjá geðlækni. Og bara það að vita að það er eitthvað sjúkdómsheiti yfir þetta en ekki bara að ég sé ímyndunarveikur félagsskítur.

Ég er viss um að margir segja núna “hún er bara aumingji” eða eitthvað. Og fólk má segja það. Ég hélt það sjálf lengi…En það breytir ekki að það er ekki eðlilegt að líða svona og ég sé eftir að hafa ekki leitað mér hjálpar fyrr, en það vissu fáir af þessari vanlíðan minni. Bara minn fyrrverandi og minn núverandi. Og minn núverandi hefur verið rosalega skilningsríkur og að mörgu leyti er það honum að þakka að ég ákvað að leita mér hjálpar. Um þetta leyti sagði ég foreldrum mínum og bróður frá þessu og þau hafa stutt mig mikið í þessu. Engu þeirra grunaði að mér liði svona. Ég bara faldi það og það er ávísun á verri líðan.

Ég vona að þetta hjálpi ykkur sem líður illa og hvet ykkur til að leita ykkur hjálpar. Það er ekki auðvelt en það er heldur ekki auðvelt að horfa fram á allt lífið líðandi illa……

Ef þið viljið spyrja um eitthvað þá getið þið postað því hérna fyrir neðan eða sent mér skilaboð….

Kv. catgirl