Lífsreglurnar fjórar

Gott mataræði, þetta er ekki mjög flókið concept. Sykrað gos,nammi , snakk, djúpsoðinn skyndibiti. Það þarf engan professor til að fatta að þessi hlutir eru óhollir. Ef þú vilt grennast þá sleppiru að borða þetta í sex daga á viku, þann sjöunda máttu verða shitfaced af öllu því nammi sem þú getur í þig látið. Það er ekki flókið að fatta að ef þú hreyfir þig, þá muntu líta betur út. Það er ekki flókið að fatta að ef þú borðar hollt, þá muntu líta betur út. Ef þú bara loksins rífur þig upp á rassgatinu og fylgja nokkrum meginlífsreglum þá munu hlutirnir ganga betur upp.
1. Hollt mataræði.
Mataræði skiptir meira máli heldur en hvaða lyfta sem þú tekur, hvaða sprettur sem þú tekur, hvaða brennslutöflur þú tekur. Borðaðu létt og fjölbreytt. Grænt grænmeti, og bara flestallt grænmeti, kjúklingabringur, fiskur, drekktu mikið vatn, borða ávexti milli mála. Svo er mjög mikilvægt að borða morgunmat, það er misskilið að ef þú borðar ekki morgunmat þá byrjar líkaminn strax að hlaða upp fleiri kaloríum, það er rangt. Þú átt einmitt að borða morgunmat til að kickstarta brennslunni. Það er enginn að biðja þig um að troðfylla tvær skálar af cocoa puffsi eða coco popsi. Fáðu þér bara hafragraut, já eða náskyldan frænda þess, Cheeriosið. Cocoa puffs er með 40% viðbættan sykur en Cheerios er með 3%(þá erum við ekki að tala um honey-nut cheerios). Ef þú verður svangur milli mála, ekki skreppa í bakaríið eða útí sjoppu. Fáðu þér bara banana eða ef þú verður mjög svangur fáðu þér brauð og settu kannski tómata eða gúrkur á. Brauð er ekki hollt en ég myndi ekki setja það á nammilistann, settu bara hollt álegg á það.
Ef í kvöldmatinn er kjúklingur og meðlætið sem er í boði eru franskar og salat, fáðu þér þá frekar sallatið. Það er ekki mjög erfitt að senda skilaboð til handarinnar um að færa sig aðeins lengra til vinstri og grípa salatsskálina. Ef þú í alvöru vilt árangur, þá er þetta ekki erfitt. Ef þú verður svangur á kvöldin rétt fyrir svefn, ekki fá þér kex eða kökur, fáðu þér banana eða epli og drekktu vatnsglas. Eitt vatnsglas eyðir oft hungurtilfinningunni.

2. Hreyfing.
Ef þú ætlar að massa þig upp,lyftu þá. Ef þú ætlar að grenna þig, hlauptu þá. Ef þú ætlar að liðka þig, teygðu á. Besta brennsluæfing sem ég hef stundað eru sprettir. Blanda af stuttum og löngum. Ekki hvíla þig það mikið á milli að þú hættir að vera móður. Ef það tekur þig mínútu að recovera eftir sprett, byrjaðu þá næsta sprett eftir 45 sekúndna hvíld.
Lyftingar.
Ef þú ert að lyfta til að líta betur út þá finnst mér alveg solid að lyfta á 8-12 repsa prógrammi. Þegar þú ert búinn með ¾ af lyftunum þá áttu að vera algjörlega búinn. Hafðu spotter til að hjálpa þér með seinustu lyfturnar. Þetta er kallað „Positive failure“ eða jákvætt tap(fer ég með rétt mál?). Þér mun líða betur af því að þú keyrðir þig alveg út. Þegar þú hreyfir þig framleiðir líkaminn endorfín, sem er vellílðunarefni líkamans.
Mér finnst best að taka 3 sett en það er nákvæmlega ekki neitt sem á að hindra þig í að taka fleiri sett. Gott er að hita sig upp með skokki eða hjóla í svona 5-10 mínútur en það er ekki allra heilagt. Þú getur hitað upp með lyftingum. Taktu þá bara mjög létt, 30-40% af styrk x15, næsta 40-50% af styrk x12 og síðan byrjar þú á settunum þínum.
Byrjaðu lyftingaræfinguna á stærstu compound æfingunum (Bekkpressa, Hnébeygja, Réttstöðulyfta og Axlarpressa). Þessar æfingar eru undirstaða styrks í líkamanum og þú átt alltaf að eyða kraftinum í þessar æfingar, minni æfingar eru bara auka.

3. Hvíld.
Hvíld er vanmetin. Svefn er eitt af því mikilvægasta sem við gerum. Því meiri svefn því betra.
Ef þú vilt í alvörunni árangur í ræktinni farðu þá að sofa um 11 leytið og fáðu þér amk 8 tíma svefn. Það er crusial atriði í recovery-i að sofa. Þú ert ekki svalur ef þú ferð að sofa um 2 leytið og ert á compernum að höstla litlar stelpur. Það er ekki svalt. Alvöru karlmenn sofa í 8 tíma á nóttu.

4. Fæðubótarefni.
Fæðubótarefni eru efni sem HJÁLPA þér í ræktinni. Fæðubótarefni gera ekki neitt fyrir þig nema þú hafir fyrstu þrjár reglurnar á hreinu. Þú byrjar ekki á kreatíni, glútamíní, próteini og geinerum ef þú borðar ekki rétt, gerir ekkert í ræktinni eða sefur 3-5 tíma á hverri nóttu. Það er ástæða af hverju þetta heitir fæðuBÓTARefni. Ef að eina sem líkaminn þyrfti væru fæðubótarefni þá yrði offita ekkert vandamál lengur, þú hoppar bara útí búð og kaupir þér eina dollu af hidroxycut og eina dollu af proteini og þú ert mættur sem Egill Einarsson næsta dag. Það eru svo margir sem halda að eina sem þú þarft eru fæðubótarefni. Fæðubótarefni gera ekkert fyrir þig ef þú gerir ekkert fyrir þig sjálfur! Byrjaðu að breyta mataræðinu, stundaðu ræktina og ef þú vilt sjá meiri árangur, fáðu þér þá fæðubótarefni. Ég þekki marga menn sem hafa aldrei tekið inn fæðubótarefni á ævinni sem gjörsamlega vaða í gellum, eru með sixpack og rífa upp yfir 100 í bekk.

Kær kveðja í von um að þetta hjálpi þér. herraonefndu