það virðist sem fólk hafi algerlega miskilið mig. :/ ég var ekki að segja “gerist grænmetisætur! núna! annars eruð þið ógeðsleg!”. ég var einfaldlega að leggja til að fólk kynnti sér þennan lífstíl sem svo rosalega margir halda sig við, that's all. :)
ég sá það á svörum margra að það er mikið af fólki sem veit -EKKERT- hvað það þýðir að vera grænmetisæta…það er einmitt þessvegna sem ég vil að fólk kynni sér þetta, og viti þá meira um þetta.

vegetarian = manneskja sem ekki étur kjöt, en kanski fisk. einnig allan annan mat.

vegan = manneskja sem étur ENGAR vörur úr dýraríkinu.

svo er til margt annað…fólk sem borðar einungis vörur sem eru óunnar og svo framvegis.

þar sem svo rosalega stór hluti mannkynsins heldur sig frá kjöti og svoleiðis þá fynnst mér (og mörgum öðrum) sjálfsagður hlutur að fólk kynni sér þetta og sé ekki með fordóma eða fullyrðingar sem eru bara rugl. :/

nei, ég er ekki á móti kjötætum. alls ekki. vil bara að fólk víkki sjóndeildar hringinn hjá sér. :)

eitt enn…það var einhver (man ekki hver) sem svarðai fyrri grein minni með alskonar spurningum varðandi vörur einsog tannkrem, fatnað, og fleira. ég játa að það er EKKI auðvelt að forðast þannig vörur, en það er samt hægt. þarf bara að lesa sér til um þetta, skoða hvaða fyrirtæki prófa vörur á dýrum, og svo framvegis. :)

www.peta.com – þið fáið flest svör þar, svo ekki spyrja mig ef þið viljið vita eitthvað. þessi síða gefur betri upplýsingar en ég! :)