Mig langaði aðeins að tala um drauma og martraðir.Ég er komin í það að fá 1-2 matraðir á hverri nóttu. Þær eru allar um það sama: einhver er að annaðhvort að elta mig og ég er að flýja eða einhver drepur mig.

Ég var vör við þetta fyrir um ári en það hætti smátt og smátt. Mig langaði að segja frá tvem creepy draumum.

1.Mig dreymdi að ég byrjaði að fá ofsjónir og þær voru að elta mig. Ég sit við hliðina á spegli og þegar ég lít í spegilinn stendur litla systir mín beint fyrir framan mig, en hún er bara í speglinum. Svo fer ég í skólann og svo kem ég heim. Enginn trúði mér, svo fer ég inn í herbergið mitt, allt dimmt. ég sest í stólinn, lít til hliðar og sé lítið ungabarn sofandi í rúminu mínu. Svo opnar það augun og brosir ógeðslega að mér, ég vissi strax að það er evil. ég stend upp, tek eitthvað og og lem barnið, tek það upp, ríf hausinn af því og hendi því á gólfið. Og þá er þetta venjuleg dúkka en ekki barnið….

……. svo vakna ég.

2. Það sem mig dreymdi nú er skrítinn draumur. Ég og fjölskyldan mín ætlum í ferðalag. Allir eru daprir því að elsta sysir mín var dáinn ( hún er ekki dáin í alvöru). Málið er að í draumnum hafði ég logið að þeim. Allir héldu að hún hafi fyrirfarið sér en ég vissi að það var ekki. Því ég hafði gert það, drepið hana. Og lét það líta út eins og sjálfsmorð. Mér leið illa alla tíman í draumnum og horfði á alla sorgmædda í kringum mig…..

…..og ég vakna.

Mig langar að vita eitthvað hvort þessir draumar tákna eitthvað, því ég er orðin þreytt á að vakna skíthrædd og næstum grátandi.

Nú ætti ég kannski að spyrja ykkur… hvað mynduð þið gera
ég er að hugsa um að fara til læknis eða spákonu.
Mér finnst þetta bara skrítið

Clara