Mig er búið að gruna lengi að minn eigin
pabbi sé í dópinu, veit ekki hvaða dóp það
er en mig grunar kókaín. Málið er að hann
hefur EKKI heilsu í svona rugl. Hann er í
hjartarannsóknum og svoleiðis þessa dagana!
Ég hef einusinni gengið á hann þegar
grunsemdamælirinn fylltist en hann þverneitaði
og á endanum kom hann með svo góða lygasögu að
ég trúði honum í nokkra mánuði.
En í dag er grunsemdamælirinn að fyllast á ný.

Ég er búin að sjá nokkur SMS í símanum hans:

1) Farðu sparlega með þetta
2) Þetta var fínt, hittumst heima hjá þér
3) ****** er maðurinn til að losa þetta
4) Ég græja þig á morgun.

Málið er að pabbi kann varla/illa að senda SMS
og þessi skilaboð voru reyndar í outbox hjá honum
en hann hefur kanski óvart fært þau þangað og haldið
að hann væri að eyða þeim?? Eða er hann kanski að
leyfa strákunum að senda SMS úr símanum sínum?
Engu að síður eru þetta SAMT dópleg skilaboð. Rétt?

Um daginn þegar ég var heima hjá honum þá
heimsótti hann maður um þrítugt, drungalegur,
rólegur náungi með þumalfingur-hringi á báðum!
Mér persónulega finnst þessi gaur dílerslegur.
Pabbi var þá sofandi þannig að hann fór.

Í annað skipti fór pabbi til dyra, sagði eitthvað
við gaurinn (sem ég sá ekki), hljóp inní
svefnherbergi, og aftur frammá gang til stráksins
og þegar hann kom inn þá spurði ég; “hvað var þetta?”
Hann svaraði; “hann var að biðja mig að lána sér
þúsundkall”

Um daginn kom ég við í vinnunni hjá pabba
og þar var annar ungur maður að koma út úr
skriftstofu hans, (pabbi er sjálfur um sextugt) og
augun í þeim strák voru ekki falleg sjón!
Augasteinarnir stórir og augun blaut.
Undanfarið er ég búin að vera svoldið mikið heima
hjá pabba og síminn hjá honum stoppar ekki!!!
Ég auðvitað kíkji á númerabirtinn og það er alltaf
sama númerið. Og það vill til að ég VEIT að þessi
****** á þetta númer. (sjá sms að ofan)
Kærastan hans pabba hefur líka talað um það hvað
þessi ****** sé oft að hringja í hann. Hún er líka
hissa á að svona ungur maður einsog ****** sé
alltaf að hringja í mann um sextugt. ?


Hann er líka bara orðinn svo GLEYMINN að það hálfa
væri nóg, og bara mjög ólíkur sjálfum sér yfir höfuð.
Við erum oft hjá systur minni á jólunum, og hann er
ekki enn búnað gefa henni jólagjöf???!!!! Hann sem
hefur alltaf passað uppá að við systurnar fengjum
GRAND gjafir. Reyndar mundi hann eftir mér afþví að
systir mín sá um það, en þegar ég ætlaði að fara að
ýta á hann með gjöf til systurinnar þá sagði hann:
“ég er búnað redda henni”.

Ég bý ein og er þunglynd týpa og sem dæmi þá hefur
pabbi komið til mín í mat eða bara í heimsókn
einusinni á þessu ári. Ég tel að ef hann væri með
fulle femm þá væri hann hérna a.m.k. 1x í viku
einsog hann var alltaf. Svo virðist vera að eftir
því sem ég sekk dýpra í þunglyndi því minna sé ég
af honum…. Getur verið að dópneysla hans sé mér að
kenna, eða sko þunglyndi mínu????

HVERNIG Á ÉG AÐ SNÚA MÉR Í ÞESSU GOTT FÓLK
??????????????????????????????????????????

Pabbi færi ALDREI á Vog það veit ég.
Á ég að loka á öll samskipti við pabba minn og
segja honnum að velja? Mig eða dópið? Ég VEIT
að hann elskar mig útaf lífinu og myndi ekki
vilja missa mig en ég veit líka að þegar maður
er að nota kókaín þá elskar maður sjálfann sig
alveg ROSALEGA! Been there – done that, og hætti
því fyrir nokkrum árum.

Ég er drulluþunglynd, búnað vera það lengi, var
aðeins að hressast þar til grunsemdamælirinn
fór að fyllast aftur.
(Sjá grein í Des., á “heilsa”)…óviðkomandi
þessarri grein þó.