Jæja mig langaði aðeins til að koma inn á bakveiki því það er leiðinlegheit sem hefur hráð mig síðan ég var í 10. bekk.
Ég hef alltaf lent í vandræðum um hvað er best fyrir mig að gera, hef ekki fengið mikla hjálp, læknar eru ekki mikið fyrir að mæla með einhverju :( Svo ég hef mikið þurft að prófa mig áfram.
Svo fyrir fólk í sömu stöðu þá ákvað ég að skrifa svona lista.. hann hefði hjálpað mér í gamla daga :-)

En fyrst smá um mig :-)
Ég er með <a href="http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=403&flokkur=4&leit=brjósklos“>brjósklos</a> sem byrjaði þegar ég var á 16. ári.

Ég fór til margra lækna næstu 2-3 árin en ekkert sérstakt fundu þeir að mér, ”þetta er klemmd taug“ ”þetta eru vaxtarverkir“ og eitthvað fleira í þeim dúr. Ég var löngu farin að halda að ég væri hreinlega ímyndunarveik þar til einn daginn fór ég til stelpu sem var læknanemi þá, hún senti mig í sneiðmyndatöku upp í Domus Medica. Þegar ég fór aftur til að fá niðurstöðurnar þá var hún hætt og ég fór til annars læknis í staðinn. Hann skoðaði skýrsluna um mig og sagði ”já senti hún þig í þetta tæki, ég verð að muna að skamma hana fyrir það“ Svo skoðaði hann niðurstöðurnar og ”ó, kannski hafði hún ekki rangt fyrir sér eftir allt“
En jæja ég gæti sagt fullt um þessa “blessuðu” lækna og fæst gott en ég held ég sleppi því í þetta sinn.

Í dag er ég á 22. aldursári, búin að vera nokkra mánuði frá vinnu og skóla í gegnum tíðina og núna síðasta vetur fékk ég annað brjósklos (mætti halda að ég væri að safna þessu hehe ;-) Verra en hitt en það gamla er víst að byrja að ganga til baka vúhú ;-)

En hérna kemur listinn yfir það sem ég hef prufað

Bakbelti
Ég keypti mér einhverju sinni bakbelti hjá <a href=”http://www.ossur.is/“>Össur</a> og það virkaði þrælvel.

Sjúkraþjálfun
Ég hef farið til sjúkraþjálfara og fannst ég ekkert skána þar…

Kírópraktor
Núna er ég hjá <a href=”http://www.doktor.is/grein/efni/grein.asp?id_grein=1138&flokkur=21“>kírópraktor..</a> ALGER SNILLD !!! Búinn að vera hjá honum í tæpt hálft ár og finn alveg gífurlegan mun á mér. Algerlega nýtt líf !! :-)
Reyndar rosalega dýr, 1700 kr tíminn og er ekki niðurgreiddur af tryggingastofnun eins og sjúkraþjálfarinn.
Engir læknar vildu mæla með eða á móti kírópraktor en vinkona mín benti mér á sinn og ég ákvað að skella mér og mæli eindregið með þessu.

Hitapokar/kælipokar.
Hitapokar eru fínir til að lina sársaukann en samkvæmt kírópraktórnum mínum þá vill hann bara að ég noti kælipoka og ég náttúrulega hlýði honum :-)
Kælipokar minnka bólguna við hrygginn en hitapokar ekki.
Ég var lengi alltaf með hitapoka og fannst það virka vel en ég var alltaf jafnslæm í bakinu svo eftir á þá hefði ég nú átt að nota kælipokann alltaf en ég vissi einfaldlega ekki betur.

Rúm og annað
Svo fór ég í <a href=”http://www.betrabak.is">Betra bak</a> og keypti mér tempur rúm, tempur kodda og svo tempur rúmbakstoð sem ég nota til að setja í stóla. Mjúkt og gott og með honum hefur mér tekist að lengja þann tíma sem ég get setið án þvílíkra verkja heilmikið !!
Hefur létt mér lífið mikið !!!!!!!

Verkjatöflur
Ég hef verið á Voltaren Rapid, Ibufen, Ibumetin, Dolvipar og Norgesic.
Þar af finnst mér Norgesic áberandi best, er bara nýbúin að fá það en það er víst gefið sem gigtarlyf.

Ég reyni að labba mikið og á að vera í líkamsrækt en ég verð að viðurkenna að ég hef verið of löt við það. Var einhverju sinni í World Class í skólaleikfimi og það var alveg með eindæmum leiðinlegt. Hef heyrt að <a href=”http:\\www.gaski.is”>Gáski</a> sem er sjúkraþjálfunarstöð sé mjög góð og er svona að reyna að sparka í rassinn á mér svo ég fari þangað ;-)

Ég tek fram að þetta er engin biblía heldur það sem hefur hentað mér.

Kveðja
Kisustelpan.