Ég vildi bara skrifa hingað inn litla grein til að segja frá minni sögu!
Þannig er mál með vexti að ég byrjaði þegar að ég var 14 ára að fá alveg hreint hræðileg höfuðverkjaköst, alltaf öðru meginn í höfðinu. Þessi hausverkur hrjáði mig mjög mikið og með árunum jókst hann aðeins. Ég fór til fjöldan allra af læknum og í hinar ýmsu rannsóknir en því miður kom ekkert út úr þessu öllu. Þetta var farið að stjórna mínu lífu algjörlega - ég vissi að ef ég fékk ekki næga hvíld að þá ætti ég það á hættu að þurfa að liggja allan næsta daginn.
Þegar ég var orðin sem allra verst, á aldrinum 18-20 ára, þá var ég farin að missa úr skóla 2-3 daga í hverri viku. Ef ég var ekki með hausverkin þá var ég með í maganum af stressi við það að ég gæti verið að fá hausverk. Eins og áður sagði þá fundu læknar engin svör við þessu og flestir höfðu dregið þá ályktun að ég væri með mígreni, þar sem að hausverkurinn var alltaf á sama stað - hægra meginn í höfðinu í kringum augað, og í eitt skipti var ég meira að segja lögð inn vegna þess að þetta var alveg að gera útaf við mig. Mér var ráðlagt að sleppa alveg við rauðvín og osta……bara allt þetta sem að mígrenissjúklingum er ráðlagt, og það gerði ég, reyndar drekk ég ekki einu sinni þannig að það var ekkert vandamál.
Síðan þegar að ég var rúmlega tvítug þá ákvað ég að skipta um tannlækni, vera með sama tannlækni og maðurinn minn. Það var svo sem engin sérstök ástæða fyrir því, bara þægilegt að vera á sama stað! Í fyrsta tímanum hjá nýja tannlækninum var bara skoðun, ég bað hann að kíkja á rótfyllta tönn hægra meginn sem að var eitthvað að pirra mig. Hann tók af þessu mynd og kom svo aftur til mín og var ansi skrítinn á svipinn. Hann spurði hvort að ég væri ekki alveg að drepast í tönninni og hvort að ég væri með einhver önnur einkenni; ég varð bara frekar hissa! Neiiiiii kannski ekki, bara svona pirringur……annars er ég nú alltaf með hausverk hægra meginn þannig að það er kannski ekkert skrítið þó að ég sé ekkert að spá í einhverri tönn: sagði ég. Hann sagði að honum þætti það nú ekkert skrítið, að tönnin hefði verið offyllt þegar að hún var rótfyllt. Þ.e.a.s. efnið sem að á að vera í rótargöngunum og vera kannski 2-3mm, stóð kannski 1-2cm upp úr tönninni. Þar var það bara eins og prjónn og nuddaði taugar og eitthvað alls konar svoleiðis sem að ég kann ekki að henda reiður á. Ég átti bara ekki von á neinu þessu líku, og greinilegi ekki heldur þessi nýji tannlæknir minn, sem að neitaði gjörsamlega að koma nálægt munninum á mér fyrr en að sérfræðingar hefðu litið á þetta.
Ég fékk tíma hjá kjálkaskurðlækni og hann sagði að ég þyrfti að koma í uppskurð sem allra, allra fyrst. Og tveimur dögum seinna þá var ég kominn í stólinn hjá honum, þar sem að ég lá vakandi meðan að ég var skorinn upp í munninum og þetta efnið hreinsað út! Ca. mánuði síðar þurfti ég síðan að fara í aðra aðgerð þar sem að annar skurðlæknir þurfti að hreinsa út meira jukk úr munninum á mér.
En eftir fyrstu aðgerðina hvarf hausverkurinn!!!!! Og í dag er ég 25 ára og er laus við þennan hræðilega verk!
Rótarfyllingin fór fram um vorið þegar að ég var 14 ára og um jólin þegar að ég var 14 ára fór ég fyrst og kvartaði yfir hausverk hægra megin. Hausverkurinn hvarf þegar að rótarfyllingin var hreinsuð upp. 2+2=4 ekki satt?
Hausverkurinn sem að kvaldi mig í rúm 7 ár og stjórnaði lífi mínu var farin, ég gæti ekki verið ánægðari með það. Aðgerðinar til að laga til eftir þessa rótarfyllingu kostuðu mig fyrir 5 árum ca.60.000 kall. Allur peningurinn á þessum 7 árum sem að fór í lækna og lyf er meiri en ég hef tölu á!
Ég talaði við lögfræðing og hann fór með málið mitt fyrir rétt, þar var það dæmt að greinilegt orsakasamband væri á milli hausverkjarins og rótarfyllingunnar en að um væri að ræða ÓHAPP hjá gamla tannsanum en ekki MISTÖK. Einnig var um það rætt að ég hafði aldrei sagt honum frá hausverknum! Ég tapaði málinu!
Þar með er ég loks komin að ástæðu þess að ég skrifa þessa grein- ég er svo vitlaus að mér datt ekki í hug að tala við tannlækninn minn og segja honum frá hausverknum mínum. Ekki frekar en heimilislæknirinn eða allir hinir spurðu mig út í tennurnar mínar! Þannig vona ég að ef að þið þekkið einhvern sem að þjáist af óútskýranlegum hausverk eða mígreni sem að er ekki mígreni, spáið í allt!!! Spurjið alla og athugið á ykkur tennurnar ;)
Kveðja
Spikesgirl