ég er góð stelpa… stundum… Ég reyni allaveganna að vera það..

ég “vorkenni” (ekki nógu gott orð, en kemst kannski nálægt því) fólki sem sker sig á einhvern hátt virkilega út á neikvæðan hátt samkvæmt samfélaginu, þið skiljið hvað ég er að fara…

Eða kannski þá að ég vorkenni samfélaginu hversu þröngsýnt það er gagnvart manneskjum sem eru ekki alveg nákvæmlega heiladauðlega eins!

Jæja eins og þið vitið þá fékk þessa andstyggilegu hlaupabólu, og núna þegar mér finnst ég vera allaveganna orðinn það ágæt af bólunum til að fara til dyra (ég fór ekki til dyra þegar ég var verst, ég lokaði mig af, vafin inn í teppi og vildi engar heimsóknir, ekki einu sinni vinkonu mína, sem ég treysti þó fyrir öllu!)

En ég þurfti að koma fram í kvöld, opinberlega, hitta fullt af fólki, fullt af fólki sem vissi að ég væri með hlaupabólu, og líka fullt af fólki sem vissi það ekki.

Auðvitað hafa þeir sem ekki vissu um hlaupabóluna hugsað bara “hey mar vá þessi! Oj hvað greyið er bólugrafið!”

Ég fann hvernig fólk horfði á mig og það eina sem ég hugsaði var “Mikið rosalega hlýtur fólk að vera sterkt sem sleppur virkilega illa útúr táningsárunum og verður alveg rosalega bólugrafið” Ég veit ekki hvort ég myndi þola viku í stórum skóla í bænum svona bólótt eins og ég var!

En kannski er það líka bara ég… ég meina, kannski er ég bara svona rosalegur kjúklingur!

Ég viðurkenni það að útlit skiptir mig máli!

En í kvöld fékk ég svo allt öðruvísi athygli en ég er vön! Ég vek athygli, trúið mér! En yfirleitt jákvæða (vona ég) það virðast allaveganna allir vita hver ég er… fólk sem ég hef ekki einu sinni séð, eða ég man ekki eftir að hafa séð…

Verst fannst mér að hitta stelpu sem ég þoli ekki, og sjá svipin á henni. Þetta var einhvernveginn svona ha-ha-ha-ég-er-mikið-fallegri-en-þú-því-þú-er-ekkert-smá-fyndið-ljót svipur, svona háð svipur!

En haha það verður fyndið að sjá svipinn á henni þegar hlaupabólan verður farin og litli ljóti andarunginn breytist í…. stelpu…. :) og ég veit það innst inni að ég er ekki síður fallegri en þessi stelpa. Það er að segja ef ég hitti aftur þessa stelpu, en málið er að mér er alveg sama!

Ég veit að ég stóð mig vel í því sem ég var að gera (ástæðan fyrir því að ég þurfti að koma fram) og ég brosi bara að sið pollyönnu (er y í pollyanna?) og hugsa, þetta var nú bara ein kvöldstund, sumir eru svona í mörg ár!

Ég veit ekki af hverju ég er að deila þessu með ykkur, mig langaði bara til að skrifa þetta… :)

kveðja Kvkhamlet