Jæja nú eru áramótin nýbúin og mjög margir ætla að gera átak í að hugsa um heilsuna og fara í líkamsrækt og fleira,sumir hætta að reykja eða allavega reyna það :)
Hér er svolítið sniðugt sem ég sá á vef krabbameinsfélagsins,þetta eru auðvitað ekki nein ný sannindi en þess virði að lesa yfir aðeins til að minna mann á:


Heilsuboðorðin 10

1
Reykjum ekki og forðumst reyk frá öðrum. Notum ekki neftóbak eða munntóbak.
2
Takmörkum neyslu áfengra drykkja.
3
Vörumst óhófleg sólböð
4
Fylgjum leiðbeiningum um meðferð efna og efnasambanda, sem sum eru krabbameinsvaldandi.
5
Borðum mikið af grænmeti, ávöxtum og trefjaríku fæði.
6
Drögum úr fituneyslu og forðumst offitu.
7
Leitum læknis ef við finnum hnút eða þykkildi eða tökum eftir að fæðingarblettur stækkar, breytir um lit eða verður að sári; einnig ef við verðum vör við óeðlilegar blæðingar.
8
Leitum læknis ef við fáum þrálátan hósta, hæsi eða meltingatruflanir eða léttumst að tilefnislausu.

Konur
9
Förum reglulega í leghálsskoðun.
10
Skoðum brjóstin mánaðarlega og förum reglulega í brjóstamyndatöku eftir fertugt.
Kveðja