Ég vissi ekkert hvar ég átti að senda þetta, heilsan getur nú verið andleg og líkamleg þannig að..

Málið er að ég er með rosalega mikinn sviðsskrekk, ég titra og geri ekkert rétt þegar ég á að fara leika á sviði… eða reyndar tala á sviði. Á ekkert erfitt með að leika. Ég verð bara allt svo rosalega stressaður að ég gleymi textanum og bara allt fer í klessu..

Hvað er besta ráðið við svona leiðindum?
Það er örugglega hægt að fara til Japans á svona námskeið :)