Haltu þig við sannleikann

Það er nógu erfitt að halda útlitinu og forminu í lagi þótt maður sé ekki afvegaleiddur með alls konar vitleysu. Hérna kemust að því að hvaða staðhæfing er rétt að taka mark á.

Eitt leiðir af öðuru

„þú átt eftir að sjá eftir því að fara í andlitsliftingu því þú þarft að fara í aðra eftir 10 ár“
Hvað sem manni kann að finnast um lýtaaðgerðir er ekkert sem segir nauðsynlegt sé að halda áfram eftir eina aðgerð. Maður verður unglegri af að fara í andlitslyftingu en slík aðgerð stoppar ekki öldunarferli húðarinnar þannig eftir 10 ár lítur maður út fyrir að vera 10 árum eldri en fyrir aðgerðina. En eitt er víst; ef farið er aftur og aftur í andlitslyftingu til að halda sér unglegum mun það ekki fara fram hjá neinum. Augnabrúnirnar enda í hársverðinum og varirnar frystar í eilífu brosi.

Hár og aftur hár

„Ef maður rakar sig örvar maður hárvöxtinn og verður ennloðnari fyrir vikið“
Það er þægilegt og fljótlegt að raka sig undir höndunum og á fótunum til að losna við hárin en broddarnir sem myndast þegar hárin vaxa aftur eru mjög hvimleiðir. En hárin verða hvorki stífari né þykkari en áður og þeim fjölgar ekki heldur. Ástæðan fyrir því að hárvöxturinn virðist meiri en fyrir rakstruinn er að hárin eru skorin þvert af en hár sem fá að vaxa óáreitt mjókka til endanna.

Fáðu það sem þú borgar fyrir

„Því meiri peningum sem þú eyðir í snyrtivörur, því meiri gæði færðu og því betri útkoman verður“
Dýrari snyrtivörur eru ekki endilega betri en ódýrari vörur. Mörgum konum finnst gæðamunurinn raunar lítill að þær telja ekki taka því að borga meira fyrir dýrar merkjavörur. Það verður þó að segjast að stóru snyrtivörufyrirtækin geta varið meiri peningum í rannsóknir og notað dýrari innihaldsefni þannig að ef áætlunin er að kaupa sérhæfðar vörur – til dæmis krem sem vinnur á hrukkum – getur verið þess virði að borga aðeins meira. Ódýru vörurnar eru hins vegar að vinna á, enda alltaf fullt verða betri og betri

Erfðirnar ráða

„Það skiptir ekki máli hvað þú ert meðvituð um mataræðið og hreyfir þig mikið, þú getur ekki breytt þeirri líkamsgerð semþú fæddist með. Ef mamma þín eða pabbi eru vel í holdum verður þú það líka.“
Það er satt að maður er fæddur með ákveðna líkamsgerð og beinabyggingu sem ekki er hægt að breyta en öðuru máli gildir um líkamsþyngdina. Einungis um það bil 25% af líkamsþyngdinni stjórnast gegnum – restin er áþínu valdi. Ef þú borðar hollan mat og hreyfir þig ættir þú að geta haldiðþér grannri og fínni – óháð því hverning foreldrar þínir líta út. Ef þú bætir auðveldlega á þig skaltu leggja áherslu á æfingar sem auka vöðvamassa; því meiri sem vöðvamassinn er, því harðari verða efnaskiptin og því fleiri hitaeigingar brennir líkaminn.

Sólarsaga
„Það er óþarfi að nota sólarvörn þegar það er skýjað eða þungbúið úti,,

Ekki láta blekkjast af þessari goðsögn – þetta er mjög slæmt ráð. Satt best að segja ættirðu að stefna á því að nota einhvers konar sólarvörn á hverjum degi, líka á haustin og veturnar. Sólin sendir líka frá sér skaðlega útfjólubláa geisla á grámyglulegum dögum þótt þeir séu vissulega ekki eins öflugir og þegar heitt er á sumrin geta þeir sam hraðar öldunarferli húðarinnar aukið líkurnar á húðkrabbameini. Allur er verinn góður svo þú ættir að birgja upp af sólarvörn. Auk þess ættir þú alltaf að velja húðvörur með sólarvörn.

Rök húð er móttækilegri
„ef maður ber á sig húðmjólk á meðan húðin er en rök eftir sturtuna dregur hún betur í sig kremið og verður mýkri“
Þetta er gamalt húsráð og er þú ferð eftir því gætiru dregið úr virkni rakakremsins. Rekinn þynnir kremið þannig að ef það er borið á raka húð kunna virku efnin að leysast upp eða einfaldlega nuddast as áður en húðin nær að draga þau í sig. Það er samt mjög gott að bera rakakrem á húðina um leið og maður er búin að þurrka sér – heita vatnið opnar svitaholurnar og gerir húðina móttækilegri fyrir rakagefandi innihaldsefnum kremsins


Þetta er tekið úr blaðinu nýtt útlit