Silicol Skin við bóluvandamálum Mig langaði aðeins til að fjalla um það sem ég tel vera algert undur eða það sem nefnist “Silicol skin”.

Þetta svínvirkar gegn bólum (minnka stórlega) ef maður er duglegur að nota þetta.

Þetta er dálítil vinna.. fyrst 1-3 sinnum á dag í 6 vikur og svo eftir þörfum. En að mínu mati alveg þess virði !!

Ég margoft byrjaði á þessu en gafst alltaf upp,, bara nennti þessu ekki. En nú í sumar ákvað ég að fylgja þessu alveg í 6 vikur.. ég meina það gat ekki sakað.. og viti menn húðin á mér stórlagaðist !!!

Svo hef ég orðið löt og hætt að nota þetta í einhvern tíma og viti menn þessar helv.. djö… andsk.. bólur koma aftur.


Ég reyndi að finna eitthvað um þetta á netinu en fann engan góðan link svo ég endaði bara á að pikka inn upplýsingarnar sem fylgja með.

Silicol skin er virkur maski til notkunar við húðvandamálum svo sem fílapenslum, bólum og feitri og óhreinni húð. Með sérhæfðri framleiðsluaðferð næst að brjóta efnið í örsvif þar sem smæsta einingin hefur hlutfallslega stórt yfirborð. Hinar örsmáu kísilsýruagnir sem bundnar eru vatnsögnum auka því mjög virkni efnisins. Þegar maskinn er borinn á húðina myndar hann kælandi himnu og vegna mikillar bindigetu dregur hann til sín óhreinindi og önnur óæskileg efni.

Silicol skin er framleitt úr náttúrulegum efnum og hefur engin þekkt ofnæmisáhrif. Það hefur hlotið viðurkenningar í kjölfar rannsókna húðsérfræðinga.

Leiðbeiningar um notkun:
Hristið túpuna fyrir notkun. Silicol skin er hlaup sem hentar húðinni vel. Strjúkið með rökum klút yfir húðina og berið síðan þunnt lag af efninu á svæðið sem á að meðhöndla.
Látið hlaupið virka í um 10 mínútur. Á meðan það þornar kælir það húðina á þægilegan hátt.

Silicol skin dregur til sín óhreinindi og hreinsar húðina. Þegar hlaupið er orðið þurrt skokið það þá af með volgu vatni. Notið 1-3 sinnum á dag í 6 vikur, síðan eftir þörfum. Kísilsýra getur þurrkað húðina, notið því rakakrem ef með þarf.

Kveðja kisustelpan.