Jææja, ég tók mér smá tíma og skrifaði hérna hulta úr tímaritinu nýtt útlit.
Svona undafarna daga hafa margir verið að kvarta yfir því hvað þau/þær eru ljót ..
Þannig ég ákvað að skrifa stutt út þessu tímariti.

Ef þú lærir að sætta þig við útlitið, hvort sem þú ert máluð eða ómáluð, ert þú komin vel á veg með að verða hamingjusamari manneskja..



Legðu áherslur á það fallegasta við útlitið þitt:


Ákveddu með sjálfri þér hvað sé fallegast við þig , hvort það séu stóru,bláu augun,heillandi brosið e'a sætt nefið , gerðu sem mest úr því.

Hverning?Í staðinn fyrir að velta þér uppúr því sem þú ert óánægð með við sjálfa þig skaltu hugsa um það semþér líkar og ert jafnvel stolt af, bara það hefur ótrúlega jákvæð áhrif á sjálfsálitið.

kostirEf þú leggur áherslu á það sem er sérlega fallegt við þig dregur athyglina að því þannig að það verður það fyrsta sem þú og aðrir taka eftir.

Prófaðu Í hvert skrpti sem þú lítur í spegil skaltu horfa á það sem þér finnst fallegast við þig. Lestu líka ,,Hverning ert þú?" , kaflana í blöðurunum sem þú hefur fengið til þessa til að rifja upp það sem er einstakt við þig og hverning þú átt að draga fram það besta í útliti þínu.




Stundaðu líkamsrækt reglulega
Margar konur fá gæsahúð bara af því að hugsa um líkamsrækt en það er engum blöðrum um það að fletta; manni líður betur ef maður stundar líkamsrækt reglulega. Ef þú finnur rétta þjálfunarfromið getur það líka verið stórmerkilegt.

Hverning? Þegar við stundum líkamsrækt losar líkaminn vellíðunarefnið endorfín út í blóðrásina. Endorfínið gerir okkur léttari í lund og eflir þannig sjálfstraustið á náttúrulegan hátt.

Kostir Auk þess að færa breitt bros yfir andlitið þitt hefur hreyfing jákvæð áhrif á blóðrásina og gefur húðinni fallegan ljóma. Þegar til lengri tíma er litið uppskerð þú betri heilsu,hraðari efnaskipti, stinnari líkama og meiri orku.

Prófaðu Dans er vafalítið ein skemmtilegasta hreyfing sem völ er á, það hefur jákvæð áhrif á sjálfstraustið að taka nokkra snúninga á dansgólfinu og maður þarf alls ekki að vera í sérstaklega góðu formi til að geta gert það.Þú getur líka dansað heima í stofu ef svo ber undir; settu uppáhaldsdiskinn í spilarann og hreyfðu þig í takt við tónlistina meðan þú vaskar upp. Svo getur þú auðvitað skráð þig í danstíma með vini.



Borðaðu hollari mat
Það er mikil nautn að borða góðan og hollan mat en það er líka algjört lykilatriði að vera ánægð með lífið. Ef þú borðar of lítið af hollum mat ,og of mikið af óhollum, getur það haft bein áhrif á heilsuna og útlitið. Það sést á húðinni, hárinu og nöglunum hverning mat þú borðar, hann hefur áhrif á meltinguna auk þess sem lélegt mataræði getur leitt til þunglyndis.

Hverning? Ef þú borðar nóg af freskum ávöxtum og grænmeti ásamt hæfilegu magni af prótínum og kolvetnum og drekkur mikið vatn fær líkaminn öll þau vítamín, steinefni, prótínog grófmeti sem hann þarf á að halda til að starfa eðlilega. Ef þú veist aðþú ert að borða hollan mat þarftu ekki að hafa samviskubit yfir mataræði þínu.

Kostir Þegar líkaminn vinnur eins og hann á að gera er hárið heilbrigt að sjá og það sama á við um húð og neglur. Ef mataræðið er hollt minnka þau auðvitað líkurnar á að maður bæti á sig aukakílóum. Heilbrigður líkami er hraustu líkami og í hraustum líkama líður okkur vel.

Prófaðu Dragðu smám saman úr neyðslu koffíns og áfengis því áfengir drykkir og kaffi þurrka líkamann og geta gert þig pirraða og leiða, afþakkaðu því ábótina á kaffibollann eða vínglasið.




Prófaðu eithvað nýtt Það er ótrúlegt hvað einfaldir hlutir eins og að bregða út af vananum, til dæmis með því að fá sér litaðar linsur, nýjan maskara eða breyta um klippingu, geta gert fyrir sjálfsálitið.

Hverning? Það felst ákveðin áhætta í því að breyta til en ef þú stígur skrefið sérðu sjálfa þig kanski í nýju ljósi og það getur verið mjög hollt fyrir sjálfstraustið.

Kostir Mörgum konum finnst þær vera meira lifandi þegar þær breyta eithverju við útlit sitt og það sést bæði í andlitinu og á göngulaginu,það er eins og þær svífi um.

Prófaðu Það getur verið auðvelara að gera margar smávægilegar breytingar yfir lengri tíma en að breyta öll í einu. Í þessari viku gætir þú því prófað að fá þér litaðar linsur eða greiða þér öðuruvísi en þú ert vön.




Dekraðu við sjálfa þig Allir eiga skilið að dekra við sjálfan sig endrum og sinnum og það er engin afsökun að hafa mikið að gera; allir þurfa tíma fyrir sjálfan sig. Dekrið getur falist í því að fara í gufubað eða nudd,panta sér tíma í andlitshreinsun,líkamsskrúbb eða líkamsvafninga eða einfaldlega fara í slakandi bað áður en uppáhaldsmyndin er sett í myndbandstækið.

Hverning? Meðþví að taka frá tíma fyrir svolítið dekur nær maður að kúpla sig frá streitunni og álaginu sem er allt um kring í hinu daglega lífi og gefa líkama og huga tækifæri að slaka almennilega á.

Kostir Góð og djúp slökun dregur úr spennu, línar þrautir og hressir mann við auk þess sem hrukkur og fínar línur verða minna áberandi

Prófaðu Látu eftir þér fara reglulega á snyrtistofu eða taktu frá tíma með jöfnu millibili til að dekra við sjálfa þig heima.



Jææja, þá er þetta búið, ég efast að einhver nennti að lesa þetta? Vonandi einhver?
Ef þið nenntuð að lesa þetta, hvað segiði um það að ég geri fleiri svona greinar þegar ég hef tíma?
ooG! sorry ef það eru eithverjar stafsetningarvillur ,ég fór yfir þetta en það fór pottþétt eithvað fram hjámér ;D