Bandormar eru það sem hefur hrjáð hafa margan manninn síðustu aldir, þótt þeir séu útdauður hér á landi nú.

Bandormar lifa í mörgum dýrum s.s. kindum, hundum og fleirum, en einnig mönnum.

Oftast er bandormur settur saman úr mörgum liðum og er hver liður eins og ein lífvera og þess vegna er þetta samsett lífvera. Hver liður fyrir sig nærist sjálfur í gegnum húðina, því enginn munnur er á lífverunni.

Ef einn liður úr bandormi nær að komast upp úr þörmum í gegnum bóðrás, í annað líffæri þá myndast sullur í því líffæri. Utan um sullinn er einskonar blaðra og er því sullurinn alveg einangraður. Innan í sullinum myndast svokallaðir hausar en ekki smitaðist þetta frá manni til manns vegna einangrunar sullsins. Voru algengustu smitberar hundarnir sem voru allra mest dýra innan um fólk. Komust þaðan bandormseggin í fólk, vegna lélegs hreinlætis.
Ef blaðran umhverfis sullinn sprakk þá var sú líffvera, sem sullurinn var í, í bráðri hættu og ef ekkert var að gert þá var sú líffvera dauðadæmd innan skamms tíma.

Sullaveikibandormurinn er hins vegar hættulegri en aðrir, hann er samsettur úr þremur til fjórum liðum og sest að í lifur eða lungum fólks eða dýra.

Þessi ormur var var hættulegastur og fannst hann oft í kindum, hundum og mannfólki, þessi ormur olli sullaveiki í líffverum og var sá sjúkdómur ekkert grín.

Nú hefur þessum ormum verið útrýmt hér á landi og gerðist það vegna að þess að fólk var frætt um ormanana, meðhöndlun dýra og einnig vegna aukins hreinlætis.