Álfabikar Mér var boðið á kynningu um álfabikar um daginn. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður og hafði ekki grænan grun um hvað þetta væri. Ég komst því miður ekki á kynninguna en fór á netið og las mér til um þetta og finnst þetta virka nokkuð sniðugt.
Mig langar til að vita hvort einhver hérna hafi notað þetta og hvort þetta sé eitthvað sem þið mælið með eða ekki.

Hérna fylgja smá upplýsingar um álfabikarinn sem ég tók af <a href="http://www.alfabikar.is“>álfabikar.is</a> og <a href=”http://www.femin.is“>femin.is</a> fyrir þá sem vita ekki hvað þetta er :-)

Hvað er Álfabikar?
Álfabikarinn (The Keeper) er margnota gúmmíbikar sem tekur við tíðablóði og kemur í stað dömubinda og tappa. Hann er gerður úr 100% náttúrulegu gúmmíi, án allra aukaefna og veldur því ekki ertingu.
Álfabikarinn er bjöllulaga, um 5 cm á lengd og tekur um 30ml af tíðablóði. Meðalkona missir um 80-100ml við hverjar blæðingar

Hve lengi endist hann?
Endingartími Álfabikarsins er 10 ár og á honum er þriggja mánaða skilafrestur ef konur af einhverjum ástæðum geta ekki notað hann.

Ég er með ofnæmi fyrir bindum. Er Álfabikarinn fyrir mig?
Það mikilvægasta er að Álfabikarinn er á engan hátt óheilsusamlegur, en það geta tappar og bindi hins vegar verið. Ofurrakadrægir tappar geta valdið eitrun (Toxic Shock Syndrome) ef þeir eru hafðir of lengi í leggöngunum og einnig innihalda margar gerðir tappa og dömubinda bleikiefni og ýmis önnur óæskileg sterk efni, sem geta valdið ertingu eða ofnæmi. Mjög algengt er að konur finni fyrir ofnæmi af þessum völdum sem leiðir síðan gjarnan til þrálátra sveppasýkinga með tilheyrandi óþægindum og útgjöldum.
Álfabikarinn er því góður kostur, því með notkun hans losna konur við dömubindin og tappana.
Konur með svokallað latexofnæmi geta notað Álfabikarinn.

Hvað kostar álfabikar?
Hann kostar 5900 + sendingakostnaður (365) en er á tilboði á <a href=”http://www.femin.is">femin.is</a> og er þá á 5400.