Hvað er ADHD Coaching?
Samvinna:
ADHD coaching er samvinna milli coach og skjólstæðings sem byggist á trausti og virðingu fyrir hvor öðrum. Samvinnan stuðlar að þroska skjólst. og framförum í samskiptum, í skipulagningu og einbeitingu. Skjólst. ber ábyrgð því hversu langt hann nær og hver niðurstaðan verður. Samvinnan stuðlar að auknum skilning á ADHD og einkennum skjólstæðingsins. Með virkri hlustun og speglun og spurningakerfum þá finnur skjólstæðingurinn til öryggis og að á hann sé hlustað af alvöru. Coachinn notar talsmáta skjólstæðingsins og vitnar í og umorðar einnig hvað hann hefur sagt til að auka skilning skjst. á sjálfum sér. Spurningarnar eru opnar og notaðar markvisst til að skjst. fái nýja sýn á umheiminn og á sjálfum sér. Þær leiða til nýrrar hugsunar hjá skjst. og finnur hann þá oft lausnirnar auðveldar og skilur þær betur en ef að annar færði honum lausnina. Þegar coachinn speglar það sem skjólst. hefur sagt þá fær hann það betur á tilfinninguna hvað hann hefur sagt því margir ADHD einstaklingar heyra ekki hvað þeir segja fyrr en það er endurtekið orðrétt. Þetta hjálpa skjólst. að skipuleggja það sem hann segir og kemur það oft mörgum ADHD einstaklingum á óvart hvernig þeir orðuðu hlutina. Coachinn fræðir skjólst. um ADHD og skjólst. lærir nýtt tungumál yfir hluti sem hann og aðrir hafa áður ekki haft skilning á og haft orð yfir.
Bætt frammistaða:
Einstaklingar með ADHD þurfa að horfast í augu við atriði tengd ADHD sem geta haft áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu. Meðal þeirra er ofvirkni (til er sýnileg, líkamleg ofvirkni og svo er til ofvirkni sem er ör hugsun og ekki öðrum sýnileg, getur valdið svefnörðugleikum, heldur vöku fyrir einstaklingnum) , hvatvísi (framkvæmir áður en hann hugsar til enda hugmyndina og lendir í vandræðum) og athyglisbrestur (skert skammtímaminni, óskipulögð hugsun, dettur út í samræðum, á erfitt með að framfylgja fyrirmælum ofl).
Algengt að einstaklingar með ADHD þurfi hjálp við að trúa á sjálfa sig, oftar en ekki trúa þeir því að þeir geti ekki náð markmiðum sínum því þeir eru með ADHD.
Þegar skjólstæðingurinn lærir að þekkja sjálfan sig og einkenni sín þá auðveldar það honum að minnka áhrif hindrananna á líf sitt og notfæra sér styrkeika sína til að komast hjá samskiptaörðugleikum, njóta sín og sýna aukið sjálfstraust. Persónan finnur að hún verður heilli, fylgin sér og nær markmiðum sínum auðveldar.



ADHD coaching hjálpar skjólstæðingum:
1. Coach hjálpar skjólst. með ADHD að vinna að markmiðum sínum, hrinda úr vegi fyrirstöðum í lífinu, vinna á algengum ADHD vanda eins og tímastjórnun, skipulagsleysi, lélegri sjálfsmynd, öðlast skýrari hugsun til að starfa á áhrifaríkari hátt.
2. ADHD coach skjólstæðingi sínum að skipuleggja sig, að setja sér markmið til að hann geti eignast fyllra og hamingjuríkara líf og hvetur hann áfram.
3. Að skilja að erfiðleikar hans eru vegna ADHD en ekki vegna þess að hann er gallaður.
4. ADHD coach hjálpar skjólstæðingum sínum að skilja hvað ADHD er og hvernig það hefur áhrif á frammistöðu þeirra í lífinu.
5. Að skoða vandlega þá þætti sem skjólstæðingurinn þarf að taka á.
6. Að styrkja sjálfsvitund sína og færni til sjálfsskoðunar til að bæta ákvarðanatöku og frammistöðu.
7. Að breyta viðhorfum þegar hann kemst ekki áfram ( þ.e.a.s lærir að vinna með frestunaráráttu, fullkomnunaráráttu, halda sér við verkefni og að verða samkvæmur sjálfum sér).
8. Að verða meðvitaðri um hvaða námsleiðir henta honum til að læra og vinna og hvaða leiðir hann kýs að fara í þeim efnum til að bæta frammistöðu á því sviði.
9. Að standa með sjálfum sér og tjá sig um þarfir sínar, og setja mörk.
10. ADHD coach hefur fulla trú á skjólstæðingum sínum, þeir eru færir um að finna svörin sjálfir og hefur hann ávallt í huga að hver og einn einstaklingur hefur sína einstöku hæfileika.

ADHD Coaching getur verið mikilvægur hluti af vinnu skjólstæðinga með ADHD til að bæta líf þeirra. Undirstaða coaching ferlisins er að hvetja til þess að skjólstæðingur með ADHD taki ábyrgð á sjálfum sér.