Fyrir um 3 árum fannst mér ég verða að taka á mínum málum vegna fitu og ég fór að spá í kolvetnasnauðu mataræði. Þetta var í ætt við tískukúrinn Atkins sem fékk slæma umfjöllun þó að það væri aðallega frá þeim sem voru að ýkja áherslur í honum og segja að þetta væri hættulegt, en þetta virkar ef rétt er farið að.

Ég náði góðum árangri með þessu, aðallega með því að hætta að borða brauð,sykur og pasta(og minni bjór !) enda eru þetta fæðutegundir sem meltingarkerfi okkar er ekki hannað fyrir.

En svo fór maður að slaka á og aftur að fá sér vínarbrauð og annað með kaffinu og of mikinn bjór og það var farið að síga aftur á ógæfuhliðina í sumar. Þá heyrði ég um “hafragraut og lax” kúrinn sem líkamsræktarmenn voru að mæla með, ekki kannski mjög lystugt en var víst að virka. 'Eg ákvað að hætta aftur alveg brauðáti og fór að fá mér hafragraut á morgnana og borðaði mikið af túnfiski sem mér finnst betri og auðveldari en laxinn, þ.e. beint úr dós ! Merkilegt nokk þá virðist þetta vera að virka nokkuð vel en ég passa að borða mikið grænmeti líka og svo nota ég hnetur sem snakk sem er í góðu lagi. Einhver segir þá að þær séu svo fitandi en fitan er ekki aðal málið meðan fitan er góð, sem dæmi þá eru Kanarnir með fitusnautt á heilanum en þeir halda áfram að fitna af því að allur skyndibiti í USA er að uppistöðu ódýr kolvetni, jafnvel fitusnauð.

Svo að lokum þá er ég alltaf duglegur í ræktinni sem er auðvitað nauðsynlegt (eða önnur hreyfing) fyrir líkamlega og andlega heilsu.