O.K., ég hef ekki hugmynd um hvort þetta hefur komið áður, ekki bögga mig yfir því.

Matarkúr Bridget Jones !
- kúr sem bragð er af…

Eru konur ekki alltaf að leita að “rétta” matarkúrnum sem tekur á of linum maga, slöppum rassi og appelsínuhúðarþöktum lærum ! Kannski kúrinn sé loksins kominn og hamingjan skammt undan en matarkúr hinar geðþekku Bridget Jones er víst sérlega hannaður með allt þetta í huga, auk þess að slá á streitu sem safnast upp yfir daginn.
Gildi góðs morgunverðar er óumdeilanlegt enda fyrsti forðinn og
næringin sem við látum inn fyrir okkar varir á nýjum himneskum degi (það verður allt himneskt með þessum kúr !).

Morgunverður Bridget Jones
Greipaldin
Ristað gróft brauð
Glas af fitusneyddri mjólk

Og áfram með hádegismatinn en ef hann fer forgörðum gæti það bitnað á annars geðgóðum einstaklingum og þeir orðið illa stemmdir þegar líður á daginn ef hádegisverðinum sleppir. Munið að huga að blóðsykrinum sem er nauðsynlegt að halda í horfi í erli dagsins.

Hádegisverður Bridget Jones
Lítill skammtur af gufusoðnu kjúklingakjöti
Bolli af jurtate
Pínuútgáfa af Mars súkkulaði

Bretar eru mikið tedrykkjufólk en það er auðvitað nauðsynlegt að taka sér örlítið hlé frá erli dagsins, setjast niður með vinnufélögum eða einsömuleða í faðmi fjölskyldunnar, og gæða sér á smá snarli til að halda orkuforðanum gangandi það sem eftir lifir dags.

Síðdegiskaffi Bridget Jones
Afganginn af Mars súkkulaðinu (þú borðaðir það nú varla allt í hádeginu !)
Rjómaís í brauðformi með súkkulaðibitum


Þá er komið að mest spennandi málsverðinum… en það er vitanlega
kvöldverðurinn. Ekki er hægt að fara að sofa á fastandi maga og
nauðsynlegt að belgja sig svolítið út fyrir svefninn. Við fussum á
gamlar kerlingabækur að ekki skuli borða eftir klukkan 18 síðdegis !

Kvöldverður Bridget Jones
Fjórar flöskur af léttvíni (rautt eða hvítt eftir smekk)
Tvö hvítlauksbrauð
Átján tomma flatbaka með a.m.k. fjórum áleggstegundum
Þrjú Snickers súkkulaði


Svo líður kvöldið og háttatíminn dregst og mallinn orgar á eitthvað
fyrir háttinn enda búið að belgja hann vel út um daginn !

Síðkvöldssnarl Bridget Jones
Ein frosin ostakaka (borðuð beint út úr frystinum)


Hafið hugfast að “stressed” er lesið “desserts” aftur á bak !

Sendið öllum þeim sem þú þekkir og einhvern tíma þekktir og þú munt
missa tíu kíló.


Athugið: Ef kúrinn er ekki áframsendur máttu eiga von á að fá þegar á þig tíu kíló !
Kveð ykkur,