Ég vil koma á framfæri skoðun minni á gífurlegum kostnaði við það að fara til kírópraktors.

Allt í lagi, ég er 18 ára og er með alveg þrjár hryggskekkjur í bakinu sem er að gera mig vitlausa. Ég prufaði að fara til kírópraktors og hann hnikkti í mig og sagði mér hverig ég ætti að sitja og haga mér. Einnig sagði hann mér að liggja á klaka reglulega á hverjum degi. Fyrir einn “#$%&%&/&%” tíma rukkar hann 2500 krónur fyrir.

Fyrir hvað??????
Hann segir að það sé mentunin, en ef fólk nú til dags ætlar að sitja eins mikið og það gerir, í tölvunni, fyrir framan sjónvarpið, á kaffihúsum og í vinnunni þar sem oft eru mjög slæmir stólar fyrir bakið þá ætti þetta allt saman að koma. En að rukka 2500 krónur fyrir einn tíma sem tekur í mesta lagi 7 mínútur þá er hann að fá ansi marga 2500 á dag.

Ég veit að einhver stéttafélög hjálp til við að borga. T.d. Efling sem ég er í hjálpar aðeins ef ég er búin að vera í Eflingu í 6 mánuði. Ég er 18 ára og það eru mörg ár síðan ég byrjaði að vinna en þar sem ég geng í skóla þá er ég ekki í neinu stéttafélagi þegar ég er í skólanum því að ég get ekki lagt það á mig að vinna með skólanum, bara baks míns vegna.

Og ekki sé minnst á að ég get ekki tekið klaka með mér í skóla eða vinnu, ég hef ekkert aðgang að frytikistu hvar sem er og ég hef ekkert aðgang að bíl hvenar sem er ef ég á ekki pening og ef ég á pening þá mundi ég frekar nota hann í kírópraktor!

Það að sita beinn í baki allan daginn er mjög þreytandi. Það að sitja með einhvern stuðning við mjóbakið er mjög vont þar sem ég er mjög bólgin þar vegna þess að ég næ ekki að liggja nóg á klaka til að deifa bólguna.

Það ætti að vera hægt að fá kírópraktorslán og það ætti að vera til önnur leit til að lækna hryggskekkju en akkúrat þessi sem hentar mér bra akkúrat 100% ekki!

Takk fyrir!