Ekki er skrítið að sumir séu gjörsamlega að fara af taugum eftir umfjöllun fjölmiðla upp á síðkastið.
Ég á samt voða erfitt með að skilja afhverju við Íslendingar séum svona hræddir við þessa flensu.
Fólk er alltaf voðalega hissa þegar ég segist ekkert vera hræddur við þessa flensu enn. (trust me, ég er ekki að vera með einhverja töffarastæla)

Það er langt síðan að þessi flensa kom upp á yfirborðið. Meira en 3 ár. Hún hefur verið að berast hægt og róglega til landsins síðan þá.
Núna eru allir orðnir drulluhræddir hér því hún er að koma hingað, bara útaf því það er búið að vera gúrkutíð í fjölmiðlum undafarið. Hún er búin að vera í Kína í meira en 3 ár. Fólk hefur dáið úr henni, sem hefur verið að meðhöndla eða borða sýkta fugla. Ólíklegt að við séum að fara að gera það þar sem allir ali-fugla á Íslandi eru geymdir inni og hættur á smiti eru hverfandi.

Flensan hefur ekki stökkbreyst enn og kannski mun hún ekki gera það. Kannski verða allir smituðu fuglar dánir úr þessi flensu áður en hún stökkbreytist það er að segja ef hún stökkbreytist.

Síðan búum við á Íslandi, með ríkari löndum heims. Mjög einangrað land og við munum sigrast á þessari flensu auðveldara en aðrar þjóðir.
Við erum mjög rík þjóð og með eitt besta heilbrigðiskerfi í heiminum!
Ég vorkenni nú frekar íbúum Afríkuríkja eða annara fátækra þjóða. Þar sem stjórnvöld hafa ekki einu sinni efni á því að færa fólki drykkjarvatn eða bara mat.

Norðurlöndin eru mjög vel stödd í þessari baráttu og eru þegar byrjaðar framkvæmdir á einhverskonar tilraunastofum svo hægt sé að búa til bóluefni* hratt og fljótlega fyrir Norðurlandabúa þegar/ef faraldur brýst út. Ísland er með í þeim framkvæmdum.
*Ekki er hægt að búa til bóluefnið fyrr en flensan stökkbreytist og það tekur langan tíma að framleiða bóluefni. Hvað þá fyrir allan heiminn?
Svo þetta mun flýta fyrir framleiðslu og getum þar með útvegað okkur bóluefnum með fljótari hætti og meira af magni.

Ég sá bara tölur síðast í dag yfir ríkustu þjóðir heims (miðað við höfðatölu). Þar voru 3 norðurlönd í efstu 7 sætunum. (Noregur2. Ísland6. Danmörk7.) og Svíðþjóð og Finnland voru ekki þarna langt á eftir.
Ég er ekkert að segja að við séum 100% örugg gegn þessari flensu og ég er alls ekki að vanmeta skaðsemi hennar á nokkurn hátt. En við erum líklegast ein af best settu þjóðum í heimi gegn þessari vá.

Allaveganna, njótið þið bara lífsins á meðan þið eruð frísk og á lífi… og endilega hættið að spögulera í því að þið gætuð dáið úr þessari flensu. Það eru fullt af öðrum hlutum sem þið gætuð dáið úr ef útí það er farið.

Ég er svo viss um það og ég veðja á það að þessi flensa á ekki eftir að stökkbreytast. En ef hún á eftir að gera það þá verður hún ekki nærðum því jafn skæð eins og búið hefur verið að tala um. Við búum yfir miklu meiri tækni en þegar síðasti heimsfaraldur reið yfir.
Dauðsfjöldi hér á Íslandi verður allaveganna ekki mikill…

Til þess að minnka kannski aðeins skítköstin þá veit ég að það er full gróft að veðja á það að hún eigi ekki eftir að stökkbreytast. Ég skrifaði reyndar fyrst að ég gæti lofað því en ákvað að “veðja á það” þar sem það er ekki alveg jafn stórt orð. En ég trúi því að hún eigi ekki eftir að stökkbreytast.

takk fyrir mig.

-Ég vona að útfrá þessari grein geti myndast málefnalegar umræður og öll skítköst eru vinsamlegast afþökkuð.