Já þá er komið upp ömurlegt ástand í Þýskalandi því fuglaflensan komin þar. Eitthvað var rætt um þetta í blöðunum í dag og í gær og finnst mér eins og að það sé ekkert merkilegt að fuglaflensan sé komin svona nálægt klakanum. Ég er svoleiðis komin inn á það að fuglaflensan eigi eftir að koma hér til lands þegar farfuglanir fara að koma. Pæliði í því maður drepst bara út af einhverjum fuglum..

En ef að fuglaflensan kæmi hingað hvað væri hægt að gera? Það yrði sjálfsagt að skoða allar fuglategundir sem kæmu til landsins og tjékka á hvort þeir séu smitaðir. Heyrði nú hjá einhverjum að landlæknir hefði sent frá sér tilskipun um að allir ættu að vera bara heima hjá sér og það mætti engin vera á götum landsins nema lagana verðir og sjúkrafólk. Það yrði nú meira ástandið.

En í dag heyrði ég að það hefði komið upp tilfelli af þessu í Danmörku, ætli maður verði þá ekki að sleppa því að heimsækja Köben í ár.. sé til hvernig málin þróast.

En við Íslendingar þurfum svosem ekkert að óttast, við höfum nú fólk sem vinnur hjá íslenskri erfðagreiningu sem er alltaf að gera einhverjar rosa uppgötvanir, veður það ekki bara eins með þetta? að þeir finni lækningu við fuglaflensunni og að við komumst á kortið fyrir það, aldrei að vita :)

En samt er maður alveg smeikur þegar maður hugsar um þetta, á maður kannski að fara bara að hætta að borða kjúlla.. en samt þarf maður ekkert að vera eitthvað þvílíkt stressaður, því við fæðumst jú öll í þennan heim og eigum sömuleiðs eftir að kveðja hann einn góðan veðurdag.
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!