Ég hef skrifað hér áður til að benda á kosti þess að borða kolvetnasnautt fæði til að ná af sér fitu, ég vil ekki nota orðið “Atkins” að því að það er búið að skíta það of mikið út, en kjarnin í því er sá sami og ekkert “húmbúkk”. Þetta virkar en það er fjandanum erfiðara að halda sér í þessu til lengdar, ekki af því að maturinn sé neitt óþolandi heldur er maður að falla fyrir kolvetnisríku “nammi” af ýmsum gerðum, þar með talinn bjór og súkkulaði.

En ég ætlaði ekki að tala um þetta heldur ýmislegt sem hefur virkað vel fyrir mig bæði líkamlega og ekki síst andlega í mataræði og öðru. Til að byrja með tel ég það bara algera nauðsyn að vera í e.h. líkamsrækt, okkur er einfaldlega ætlað að hreyfa okkur og verða líkamlega þreitt eins og önnur dýr. Ég var orðinn leiður nýlega, var í lítilli þreittri stöð sem ég fékk nóg af og breytti til,nú fer ég 5 daga vikunnar sem ég kemst og hlakka til.

Ég mæli enn með próteinríku fæði en líka miklu grænmeti, það er nærri “lifandi fæða” sem er talin mjög mikilvæg varðandi “antioxidands” sem berjast gegn krabbameinsvaldandi efnum. Svo er fiskur próteinríkur matur sem getur varla verið óhollur, ég er ekki góður í ferskum fiski en það er bara ég og í staðinn borða ég (og kokka með) harðfisk og túnfisk en er líka hrifinn af rækju og krækling. Ég finn greynilega að mér að mér líður betur eftir að ég byrjaði að borða meiri fisk, sérlega andlega enda hafa rannsóknir sýnta að fólk verður síður agressíft við fiskneyslur. Svo eru hinar margutöluðu Omega fitusýrur mikilvægar, enda fæ ég varla kvef, og er alltaf hálf undarandi yfir þessum pestum öllum í kringum mig. Ég borða líka kjöt og þá tel ég Íslensk nauta eða hrossakjöt mjög gott því það er búið að vera á beit í hálfvilltri Íslenskri náttúru og inniheldur líklega líka Omega fitusýrur.

Svo vil ég bara benda á gildi þess að loka á neikvæðnina sem ég hef verið að reyna að gera, og mæli með Geðorðunum 10 sem Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur verið að senda í hús.