Þá er komið að grein 2. Í fyrstu greininni fjallaði ég um hvernig best væri fyrir byrjendur að byrja sína þjálfun til að byggja upp vöðva. Ég fékk nokkur fín svör sem ég þakka kærlega fyrir, greinilegt að fólk hefur mismunandi skoðanir á uppbyggingu líkamans. Í dag ætla ég hins vegar að fjalla um þá sem eru lengra komnir í lyftingum en eiga samt sem áður langt í land með að vera vanir lyftingarmenn.

Ég vil taka það fram að ég er langt frá því að vera alvitur þó að ég starfi sem þjálfari á líkamsræktarstöð. Það eru til margar góðar uppbyggingarleiðir sem hægt er að fara eftir en ég ætla að fjalla aðeins um eina leið í dag, sú leið sem hentar flestum vel. Það þýðir ekki að sú leið sé sú besta.

Að sjálfsögðu á að byrja á upphitun. Ekki taka meira en 10 mínútur. Bara rétt að hita upp vöðvana, upphitun á ekki að vera erfið eða að vera mikil brennsla. Brennslan getur komið í lok æfingarinnar. Brennsla er sér kapítuli út af fyrir sig, sé til hvort ég nenni að skrifa um hana seinna.

Allavega, þegar upphitun er búin er komið að fjörinu. Nú mæli ég með að þú takir 3x12 eða 3x10 og takir frekar þungt. Á þessu prógrammi (sem ég set upp í lokin) eru aðeins teknir tveir vöðvahópar á hverri æfingu svo bestur árangur náist fyrir hvern vöðvahóp. Við ætlum að klára vöðvann alveg. Ef þú ert ekki alveg búin/n í lok æfingarinnar þá hefurðu ekki tekið nóg á, svo einfalt er það. Ein æfing er tekin ein og sér og þegar hún er búin, er farið í næstu æfingu. Taktu öll vöðvasvæði. Það er mjög mikilvægt að allir vöðvahópar séu teknir, þar með taldir fætur og bak sem vill oft gleymast. Takið einn dag í hvíld á milli lyftinga, annað hvort algjöra hvíld eða brennslu.

Ég ætla að skella upp prógrammi í einum grænum fyrir ykkur svo þið skiljið hvað ég á við. Þið fáið mitt leyfi ef þið viljið nota prógrammið. Þetta eru allt mjög basic æfingar sem auðvelt er að framkvæma. Ég vil taka eftirfarandi fram: Það er erfitt að gefa svona ráð í gegnum tölvu. Það er eitt að gefa ráð en það er annað að fylgjast með og sjá hvort allar æfingar eru gerðar rétt. Því miður verður þetta að duga í bili.

Dagur 1. 3x12 eða 3x10. Bak og bicep.

1. Niðurtog (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/latpulldown2.jpg), 2. Upphýfingar (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/pullup3.jpg), 3. Róður með einni hönd (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/onearmdumbbellrow2.jpg), 4. Bicep með stöng (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/barbellcurl2A.jpg), 5. Bicep með lóð, sitjandi á hallandi bekk með báðum höndum (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/altdbcurl1.jpg), 6. Bicep hammer (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/hammercurl3.jpg).

Sjötta æfingin hér er aukaæfing, eingöngu ef þú þolir fleiri en tvær bicep æfingar.

Dagur 2. 3x12 eða 3x10. Brjóst og tricep.

1. Bekkpressa með stöng (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/benchright2.jpg), 2. Hallandi bekkpressa með handlóð (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/indbpress2.jpg), 3. Flug í tæki EÐA flug með handlóð (flug með handlóð er erfiðara og meiri tækni, meiri líkur á að þú gerir hana vitlaust. Ef þú ert óviss gerðu þá flugið í tæki frekar. http://www.bodybuilding.com/fun/2002/dbflyes1.jpg OG http://www.bodybuilding.com/fun/2002/butterfly2.jpg), 4. Tricep með kaðli (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/triceppushrope2.jpg), 5. Tricep french press (Þessi æfing er frekar erfitt að framkvæma rét, það væri fínt ef einhver gæti leiðbeint þér hvernig á að gera hana nákvæmlega. http://www.bodybuilding.com/fun/2002/lying2armdbtri1.jpg), 6. Dips (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/dips.jpg).

Sjötta æfingin hér er aukaæfing, eingöngu ef þú þolir fleiri en tvær tricep æfingar.

Dagur 3. 3x12 eða 3x10. Fætur og axlir.

1. Hnébeygja (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/fullsquat1.jpg), 2. Fótapressa (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/legpress2.jpg), 3. Leg ext (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/legext.jpg), 4. Leg curl (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/legcurl2.jpg), 5. Axlapressa með lóðum (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/seateddbpress1.jpg), 6. Lateral raise (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/sidelateralraise2.jpg), 7. Front raise (http://www.bodybuilding.com/fun/2002/frontdbraise2.jpg).

Sjöunda æfingin hér er aukaæfing, eingöngu ef þú þolir fleiri en tvær axlaæfingar.

Þá er þetta komið í dag. Þetta er fínt prógram til uppbyggingar fyrir þá sem vilja styrkja sig og undirbúa sig fyrir næsta level sem væri töluvert erfiðara. Bíðið spennt þangað til! ;-)
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.