Ég er 16 ára “grænmetisæta” þ.e. ég borða ekki kjöt en ég borða fisk og þegar mamma mín heldur að ég sé að deyja úr næringarskorti þá fæ ég mér 1-2 bita af kjúklingi, en aðeins tilneydd. Ég er ekki grænmetisæta vegna þess að ég sé dýraverndunar sinni, þó ég styðji þau málefni, skilji hlið þannig fólks og allt það, ég sé þetta einhvernvegin allt sem hluta af fæðukeðjunni. Nei kjöt fer bara illa í mig, mér finnst það þungt í maga o.s.frv.

Málið er að þegar maður borðar ekki kjöt þá er mjög mikilvægt að passa upp á ákveðna hluti.
Í fyrsta lagi að maður fái nóg prótein, alveg sko bönns af því af því að það verður að bæta upp að líkaminn fær ekki þá gerð próteina sem er í kjöti svo er járn líka rosalega mikilvægt. Einnig verður að passa upp á önnur nærignarefni en sérstaklega að maður fái næga og rétta orku.
Þá á ég við að mælt er með því að grænmetisætur borði mjög lítið af sætindum og öðru slíku sem veitir orku til skammst tíma, sem stundum er kölluð slæm orka því hún er fitandi og lítil næring í henni og orkan hverfur strax. Það er nefnilega svo auðvelt að detta í að borða endalausar samlokur og eitthvað rusl.

En til þess að verslast ekki upp og deyja úr næringarskorti eða til þess að passa upp á að þetta þróist ekki út í átröskun verðu maður að taka þetta sterkum tökum strax frá upphafi. Málið er hinsvegar að ég er 16 ára. Ég er ekki með brjálaða gráðu í næringarfræði og ekki fjölskyldan mín heldur. Þeim finnst náttúrulega algjört bögg að þurfa að vera að gera sér fyrir mig og mútta alltaf að spá í rétt næringarhlutföll, gerist allavega ekki í hverri einustu máltíð skal ég segja ykkur. Nei það er á minni ábyrgð að passa uppá hvað ég borða, er ofboðslega lógískt ef maður pælir í því, þinn líkami þú stjórnar… eða er það ekki.

Allavega þá hef ég átt það til að fá svimaköst, mátt og þróttleysi, verið næstum glær í framan o.f.l. o.f.l. reglulega inn á milli þegar ég hef ekki verið að passa upp á þetta. Ég er reyndar með ofboðslega vöðvabólgu í öxlum og hálsi sem hindrar blóðstreymi til höfuðsins stundum, en ekki alltaf. Gjarnan og örugglega oftast er þetta vegna næringar, kannski ekki skorts þar sem ég borða alveg en ég er greinilega ekki alltaf að fá næga eða rétta næringu.
Eins og málin standa núna er ég ofboðselga máttlaus og svimar einkennilega í hvert skipti sem ég stend upp, á erfitt með að vakna og er með skriljón munnangur, sem mér skylst að sé merki um næringarskort. Ég ákvað að núna væri kominn tími til að gera eitthvað róttækt í málunum. Finna almennilega út hvað það er sem ég þarf og helst hversu mikið og pottþétt hvar það er að finna og gera svo bara almennilegt matarplan og auðvitað hreyfingarplan í leiðinni.

Þá vantar mig ekkert nema þessar upplýsignar. Þessvegna vildi ég biðja ykkur kæru hugara ef þið vilduð vera svo væn að deila með mér upplýsingum og svonalagað ef þið lumið á þeim, eða ef þið vitið eða ykkur dettur í hug hvar ég get nálgast slíkar upplýsingar.

Kær kveðja og fyrirfram þakkir
Grænmetisætu kjáninn…
[quote="Elie Wiesel"]"There may be times when we are powerless to prevent injustice, but there must never be a time when we fail to Protest!."[/quote]