Sæl veriði allir í dag fór ég í annað skiptið að gefa blóð.
Mér finnst rosalega gaman að gefa blóð því að maður er að gera svo mörgum gott, ég á ekki sand af seðlum til að gefa hjálparstarfsemum þótt ég vildi að ég gæti það, mér finnst líka að fólk megi ekki gleyma þessum mikilvæga hlut sem by the way kostar ekki neitt. Ég er skít hrædd við nálar en læt mig samt hafa það.
Þetta er ferillinn fyrir þá sem langar að byrja að gefa blóð.

1.Þú mætir upp í blóðbanka (þarft ekki að panta tíma)segir að þú viljir gefa blóð, það er fyrst tekinn blóðprufa til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi engir sjúkdómar eða neitt einnig er athugað með járnmagn í blóðinu og það er líka athugað í hvaða blóflokki þú ert í.

2.Á sama tíma fær maður spjald hvenær maður á að mæta og gefa blóð í fyrsta skipti þar að segja ef allt gott kemur út úr blóðprufuni, karlmenn geta gefið á 3mánaða fresti en konur á 4 mánaða

3.Mætir þann dag sem hjúkrunarfræðingur hefur sett þér ef hann er ekki hentugur mæta þá bara seinna. Fylla þarf út heilsufarsblað þar er t.d. spurt hefuru verið með kvef síðast liðinn mánuð.
Ef allt það er í lagi þá er farið að gefa blóð.

4.Hver manneskja gefur 450 ml af blóði nálin er doldið stór en ef rétt er farið að þá er þetta bara 1 stíngur.

5.Eftir það er farið inn á kaffistofuna og þar eru sko kræsingar í boði alls konar brauð og álegg kex og margt annað.

6.ferillinn að gefa blóðtekur hámark 30 mín

Þeir sem fá blóðið úr okkur eru til dæmis krabbameinssjúklingar, fólk sem þarf að gangast undir stórar aðgerðir eða hefur lent í slysi og misst mikið blóð.

Það eru samt ákv skylirði sett fyrir blóðgjafa t.d. það verður að vera liði ár síðan að þú hefur fengið þér tattoo svo ég nefni eitt dæmi en það er hægt að sjá þetta allt á www.blodbankinn.is

Spáið í aðein í þessu þetta er rosalega auðvelt.