Hver fann upp sápuna? Þessi spurning hefur brunnið á nokkrum mönnum og langar sumu fólki að vita svarið :).
Ég las mér til og ákvað að deila þekkingunni með ykkur :).
Hver fann upp sápuna? -
Það veit enginn nákvæmlega hver fann upp sápuna en samkvæmt heimildum á vefsetrinu Encyclopædia Britannica hefur sápa verið notuð í að minnsta kosti 2300 ár.

Samkvæmt alfræðingnum Plíníusi eldra bjuggu Fönikíumenn til sápu úr geitartólgum og viðarösku um 600 fyrir Krist. Á miðöldum fór sápugerð aðallega fram í þremur borgum í Evrópu, Marseille í Frakklandi og Genúa og Feneyjum á Ítalíu.

Til forna var sápan búin til úr dýrafitu og viðarösku. Öskunni var dýft í vatn og fitu bætt útí blönduna. Blandan var síðan soðin og ösku bætt nokkrum sinnum aftur við þegar vatnið gufaði upp. Meðan á þessu stóð skipti fitan sér upp og fitusýrurnar gengu í samband við vatnsleysanleg kolefni öskunnar og þá myndaðist sápa.
Pladin1one!!11one!!