ég var nú að gera ræðu fyrir íslenskutíma, og hafði algerlega frjálst val í því sem ég ætlaði að tala um…þannig að ég ákvað að skrifa um munntóbak og skaðsemi þess af því að það eru fæstir sem vita nokkuð um þetta. Fyrst ég var nú að þessu þá spurði ég sjálfa mig, af hverju ekki að setja þetta bara inn á huga og hjálpa fleirum heldur en bara bekkjarfélögum mínum…svo hérna kemur þetta, enjoy!


Nikótín er eitt það öflugasta fíkniefni sem þekkist í heiminum. Það er all svakalega ávanabindandi eins og flestir hér ættu að vita nú þegar. Ég hugsa sem svo að helstu svokölluðu þægindin við munntóbak séu að þetta er reyklaust efni og þess vegna hægt að nota það þannig að lítið sé tekið eftir.
Jákvæð áhrif af munntóbaki eru ENGIN, það er bara útbreiddur misskilningur, ef fólk heldur því fram.
Ég get nefnt þónokkrar ástæður sem sýna að þessi misskilningur fær alls ekki staðist.

Upp úr 1980 fór að bera á fínkornóttu nef- og munntóbaki í Evrópu sem var reynt að markaðssetja meðal barna og unglinga. Vegna þess að tóbakið er fínkornótt berst nikotínið hratt út í blóðið í miklu magni og efnið er því mjög ávanabindandi. Þetta tóbak hefur verið kallað snus á skandinavisku eða snuff á ensku. Reykingar og notkun neftóbaks og munntóbaks eru verulegt og vaxandi heilbrigðisvandamál sem kostar samfélagið um allan heim stöðugt meiri fjármuni vegna veikinda og ótímabærs dauða neytendanna.
Í fyrsta lagi, þá er nikótínið það sem veldur fíkn í tóbak og það er í allt að ferfalt meira magni í munntóbaki en sígarettum.
Þetta veldur því að fíknin í munntóbak er oft meiri en í sígarettur og mun erfiðara er að hætta.
Saltkristöllum er oft bætt í munntóbakið, og er ætlað að brenna göt á slímhúðina og tryggja þannig að níkótínið fari hraðar og betur inn í æðarnar í munni og nefi.
Þeir sem hætta að reykja og fara yfir í munntóbak eru þannig bókstaflega að fara úr öskunni í eldinn. Fólki getur fundist munntóbak gera það hressara en ástæðan er bara tímabundin örvandi áhrif níkótínsins.
íþróttirEf maður vill virkilega þjálfa upp vöðvana er í raun fátt heimskulegra en að nota munntóbak. Allir íþróttamenn vilja forðast meiðsli. Vöðvarnir þurfa blóð til að vaxa og styrkjast en minnkað blóðflæði til þeirra hefur þau áhrif að árangur þjálfunar verður mun minni, meiri líkur eru á meiðslum og erfiðara er að ná sér eftir þau. Að þessu leyti er munntóbak jafnvel verra en reykingar. Þegar menn eiga við meiðsli að stríða og eru að nota munntóbak verður blóðflæðið til skaðaða svæðisins skert og þannig seinkar það bata.

KrabbameinKrabbamein er afar þrálátur og erfiður sjúkdómur. Í munntóbaki eru u.þ.b. 2500 efni og a.m.k. 28 þeirra eru þekktir krabbameinsvaldar. Sum þessara krabbameinsvaldandi efna eru til staðar í mun meira magni í munntóbaki en í reyktóbaki. Sá sem notar 10 grömm af munntóbaki á dag fær allt að þrefalt meira af vissum krabbameinsvaldandi efnum en sá sem reykir tuttugu sígarettur á dag. Um 37% þeirra sem fá krabbamein í munn eru enn á lífi eftir fimm ár. Munntóbak veldur því að tennur gulna og skemmast, tannhold bólgnar og gómar rýrna. Við þetta verður tannlos og mikil andfýla. Bragð og lyktarskyn minnka, slímhúð í munni þykknar og þar getur myndast krabbamein. Svipað gerist í nefi og nefkoki þeirra sem taka í nefið.
Þeir sem nota munntóbak sjá breytingu á slímhúð í munni mjög fljótt en lýti af völdum krabbameins í munni eru líka oftast skelfileg. Forstigseinkenni krabbameins eru sjaldan eins sýnileg og einmitt þar.
Nokkur ár munu eflaust líða þangað til það verður hægt að segja með vissu hversu margir núverandi munntóbaksneytendur eiga eftir að fá krabbamein. Það eru fyrst og fremst krabbamein í munni og meltingarvegi sem geta tengst munntóbaksnotkun en samt er ekki hægt að útiloka önnur krabbamein.

Hjartað og æðarnar

Ef maður notar munntóbak reglulega slær hjartað 15 þúsund aukaslög á dag eða meira en 5 milljón aukaslög á ári. Hjartavöðvinn er mikilvægasti vöðvi líkamans og þetta er því mikil og annars óþörf viðbótaráreynsla. Aðrar afleiðingar af munntóbaksnotkuninni eru að æðarnar dragast saman þannig að blóðið spýtist í gegnum þröngar æðar og blóðþrýstingur eykst. Hár blóðþrýstingur er einn af helstu áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma, sem eru t.d. kransæðastífla, æðakölkun og heilablóðfall. Afleiðingar á æðakerfi líkamans geta verið mjög alvarlegar og leitt til kransæðastíflu, útlimamissis, getuleysis, blindu og í versta falli dauða. þetta gildir líka um ungt fólk!
Þegar æðarnar þrengjast minnkar blóðflæðið til vöðva og beina, en þau þurfa eðlilegt blóðflæði til að vera heilbrigð og standast álag. Hjartað verður líka fyrir skertu blóðflæði.

Reyklaust tóbak er álíka hættulegt og sígarettur, og það er svo miklu skynsamlegra að nota nikótínlyf, eins og t.d. tyggjóið, til að draga úr og hætta tóbaksnotkun ef viljastyrkurinn er ekki nógur einn og sér.



takk fyri