Það er reyklaus dagur þann 31 maí.
Þeir sem reykja: Ætlið þið ekki að reyna að leggja ykkar af mörkum og reykja ekki þennan dag?
Mér finnst alltof margir sem virða þennan dag ekki neitt. Ég meina… það er bara einn dagur svona á ári og mér finnst að fólk sem reykir eigi að virða þennan dag og aðra í kringum sig líka.
Mér finnst nebbla mjög mikið um fólk sem reykir að það hugsi ekki um aðra hvernig því líður þegar það er reykt oní það. Ég meina, ef maður er á kaffihúsi t.d og það er einhver að reykja á borðinu sem þú situr og það er bara blásið reyknum framan í þig. Þetta er bara ÓGEÐSLEGT. Hverjir eru sammála mér?

P.S.. ég er alls ekki neitt á móti fólki sem reykir.. aðeins á móti reykingum!
tara83