Komiði öll sæl og blessuð ég fékk vægt sjokk um daginn jahérna hér. Málið er það að ég er í námi þar sem skyndihjálp er skylduáfangi allt gott og blessað með það.
Í síðasta tíma þá vorum við að æfa okkur að gefa hjartahnoð og blástursaðferðina á dúkum eftir að allir höfðu prófað þá settust allir niður og upp hófst umræða, þá fór skyndihjálparkennarinn að segja okkur það að það séu til mörg dæmi um það að fólk sé hrætt eða jafnvel sleppi því að nota blástursaðferðina þegar á þarf að halda…

HA!!!Þá fór ég að hugsa ef maður myndi lenda einhver tíman í þeim aðstæðum að þurfa að nota blásturaðferðina í raunveruleikanum ég myndi ALDREI bakka út af því að ég væri smeik um að hugsanlega smitast af einhverjum sjúkdómi.

Málið er það að fólk er víst hrætt við að smitast af HIV eða Lifrabólgu B eða C.
Ég er nú ekki alfróð um þessa sjúkdóma eða smithættu þeirra en það sem ég hef fræðst um þá er
að þeir smitast ekki neð munnvatni nema að báðir aðilar séu með sár í munni. Skyndihjálparkennarinn talaði einnig um að ef til dæmis tvær manneskjur lenda saman í bílslysi og annar aðilinn er með HIV og þeir fá báðir opið blæðandi sár, segjum svo að sárinn komast í snertingu við hvort annað þá eru ekkert endilega 100% líkur að þessi sem er ekki smitaður fái HIV
þar sem í báðum sárum lekur blóð út.

Ég vill ekki vera að alhæfa neitt um þessa sjúkdóma tek það framm þar sem ég er engin sérfræðingur um þá, en þetta hef ég allavega lært.


Hvað myndið þið gera?
Hvort sem það væri ástvinur eða ókunnugur sem þið mundu ætla bjarga, myndið þið hugsa æji nei ég vil ekki taka sjensinn á að fá kannskisjúkdóm??
Maður spyr sig og aðra????'?