Jæja hér kemur eilítið ævintýri af mér. Þetta er skrifað að kvöldi miðvikudagsins 30,mars 2005 og gerist sagan reyndar sama kvöld.

Það bar til um þessar mundir að MafuZa hafði nýlokið við sinn daglega vinnutíma og þjáðist af alvarlegum höfuðverk eftir það. Þar sem hetjan okkar er skarpur drengur ákvað hann að fá sér verkjalyf. Það lyf er varð fyrir valinu bar nafnið ‘Ibufen’ og tók hann eina og hálfa töflu af því vöðva- og bólguslakandi lyfi. Eftir klukkutíma var lyfið góða enn ekki farið að hafa áhrif á höfuðverkinn hryllilega. Brá hann þá á það ráð að fá sér aðra tegund af lyfi, það er ‘Panodil hot’.

(Fyrir þá sem ekki vita, þá er panodil hot, fljótandi verkjalyf með ógeðslegu bragði sem drekkist sjóðandi heitt)

Í rólegheitum settist hann við tölvuna með panodil hot bollann sinn og ætlaði að gæða sér á þeim viðbjóði. Vildi þá svo illa til að innihald bollans frussaðist uppúr bollanum og yfir lyklaborðið og smáveigis á peysuna hans Mafuza. Þá tók við löng og ströng vinna við það að þrífa lyklaborðið en það var strembið verk og þurfti að taka tuttugu og fimm takka af lyklaborðinu til að það gengi upp.

Þar stóð söguhetjan okkar hálfnakin og rennblaut af verkjalyfi, er hann ákvað að róa sig niður og athuga hvort einhverjar aukaverkanir fylgdu lyfinu. Niðurstöðurnar vou þær að helstu aukaverkanir væru Magakveisa og niðurgangur.lukka hetjunnar okkar er ekki beint hrein og auðvitað þurfti þessi annars indæli maður að fá hina verstu aukaverkun, það er að segja, niðurgang og getur hann nú varla staðið upp af klósettinu.

Já það gengur á ýmsu þegar lyf, klaufskar hendur og óheppni eru annar vegar.