Afhverju þurfum við að æfa og halda okkur í formi??
Því að við erum sköpuð til þess að hreyfa okkur með því að komast frá öðrum lífverum og sækja okkur fæðu. Hreyfingin hélt manneskjunum lifandi fyrir þúsundum ára en núna lifum við í svo ótrúlega þægilegu lífi með nýrri tækni að við þurfum ekki að hreyfa okkur til þess að lifa. Eða hvað?
Auðvitað þurfum við að hreyfa. Það er hollt. Það er svo ótrúlega sutt síðan að fólk byrjaði að lifa svona án hreyfingar. Til dæmis voru flestir sem vildu lifa fyrir 200-300 árum síðan bændur og ég var að lesa að sú vinna sem að bændurnir unnu á hverjum degi samsvarar 6 kílómetra skokki á hverjum degi!!
Já og víst að við höfum alls ekki lifað svona án hreyfingar lengi vitum við í rauninni ekki hvað á eftir að gerast við okkur ef við hættum að stunda íþróttir. Það er alltaf að koma ný tækni og eftir svona 50 ár getur maður kannski bara verið heima allan tímann og ég efast ekki um að margar manneskjur eiga eftir að vilja það.
Athugið að ég er ekki að skrifa þessa grein til þeirra sem eru dugleg og hreyfa sig mikið. Svo erum við líka svo stutt komin að við vitum ekki hvert öll þessi heilsuskaðlegu efni eins og nikótín, tóbak, kolsýra, koffein og þrúgusykur eiga eftir að koma okkur. Sígarettur, aðrar tóbaksvörur, kaffi, gos og nammi hefur ekki verið notað í langann tíma þannig að hver veit hvað á eftir að gerast við líkamann okkar. Við verðum alltaf latari og latari og þetta er ekki gott fyrir okkur!!
Ég hvet alla sem að hafa áhyggjur af þessu og þau sem hafa ekki áhyggjur að þessu að standa upp úr tölvustólnum og fara út að hreyfa sig eins og ég er að fara að gera á eftir!!

Kv. StingerS