Þessir þrír hlutir eru ansi mikilvægir fyrir okkur öll og maður er í rauninni alltaf að pæla hvað af þessu er mikilvægast (allavegana ég). Venjulegast þegar fólk spyr mig spurningu sem hljómar einhvernveginn svona “Hvað af þessu þrennu mundir þú missa ef þú þyrftir að missa eitt?” þá segi ég strax málið.
Spurningin “Hvað er mikilvægast af þessu?” finnst mér næstum alltaf sjónin vera rétta svarið.
Ég er samt eiginlega búinn að skipta um skoðun því að ég gæti aldrei lifað án tónlistar. Ég gæti samt örugglega lifað án sjónar þótt að það væri alls ekki gott líf.
Ég var að horfa á mynd í gær sem að fjallaði um blindann mann og þá fór ég aðeins að pæla í þessu og hugsaði, blint fólk veit ekki hvernig það er að sjá (sko fólk sem hefur verið blint frá fæðingu) og er að sjálfsögðu mjög forvitið en ef það mundi fá sjónina mundi það örugglega vera alltof miklar breytingar og kannski findist þeim bara betra að vera blint. Þau hafa aldrei séð allt það fallega í heiminum og vita þess vegna að sjálfsögðu ekki hverju þau eru að missa af. Svo tala ég nú ekki um allar þessar hörmungar sem eru að gerast í heiminum í dag, sem koma manni í vont skap þegar maður horfir á þetta í fréttum og í blöðum. Auðvitað mundi fólk vita af þessu en það gæti að minsta kosti ekki séð þetta.
Það kom maður og bankaði að dyrum hjá mér um daginn. Hann leit ótrúlega sorgmæddur út og hélt á miða. Ég las ekki miðann strax og sagði bara “hæ”. Svo las ég miðann og þar stóð að hann var heyrnalaus og mállaus og var að selja myndir til að safna fyrir aðgerð. Ég fór strax að pæla hvort hann mundi frekar vilja vera sjónlaus í staðinn fyrir bæði mállaus og heyrnarlaus.
Hvað finnst þér um þetta og hvað er mikilvægast fyrir þig??

Kv. StingerS