Ég æfði frjálsar í 2 ár frá árinu 1997. Hætti svo 99 vegna letinni (vandamál mitt stundum þegar að ég er búinn að æfa mikið og er orðinn þreyttur á því :S). Ég byrjaði svo aftur 2001 og æfði þangað til að ég flutti til Svíþjóðar 2003. Ég æfði þá ekkert í Svíþjóð en byrjaði samt eftir hálft ár úti (byrjun 2004) en það varði bara í hálft ár (letin aftur) og ég er ekki búinn að æfa í hálft ár núna.
Í miðju djamminu á Nýársnóttinni gerði ég svona nýársloforði við sjálfan mig eins og svo margir gera, sérstaklega í bandaríkjunum held ég.
Ég lofaði sjálfum mér að ég mundi byrja að æfa aftur og á Nýársdeginum þegar ég var loksins vaknaður og ekkert voðalega þreyttur ennþá (svona klukkan 17:00) fór ég í íþróttaskónna og í íþróttafötin og byrjaði að skokka. Það var yndislegt og ég skokkaði á háu tempói í meira en klukkutíma, fór svo heim og tók upp lóðin og byrjaði að lyfta aðeins og gerði magaæfingar og svo framvegis. Þetta var svo gott og næsta dag gerði ég nákvæmlega það sama. Ég ætla að halda svona áfram og aðeins seinna á ég örugglega eftir að hringja í frjálsíþróttaklúbbin hér í Malmö og segja að ég ætli að byrja í langhlaupinu aftur.
Núna lýður mér svo vel.
Ég kvet alla sem að hafa langað að komast í gott form lengi að bara berjast við letina og bara gjörsamlega gera þetta!!! Fara út að skokka þótt að maður vilji það ekki. Maður á eftir að vilja það eftir nokkur skipti.

P.S. Sakar það heilsuna mjög mikið að djamma smá öðru hvoru??

Kv. StingerS