Neysla matvæla sem er ekki holl er örugglega í hámarki á Íslandi. Ég hef ekki ferðast víða en ég hef ferðast og á ferð mínum hef ég tekið eftir því hvað er erfitt að finna sjoppu til að uppfylla matarþörfum. Það er vegna þess að það er ekkert af löndunum sem ég ef farið til með svona mikið af sjoppum og skyndibitastöðum plantað hér og þar á 10mm millibili. Reykjavík er úttroðin af viðurstyggilegum sjoppum og skyndibitastöðum. Þetta er ekki hægt. Einhvers staðar heyrði ég að við Íslendingar værum að verða ein feitast þjóð í heimi eða væru alla veganna á leið upp metorðustigan í fitusöfnun. Ekki fyrir löngu heyrði ég líka að skyndibitaneysla hér á landi væri sú mesta sem fyrir finndist á hnettinum meðað við höfðatölu en ég sel þetta ekki dýrara en ég keypti það.
Hvað finnst ykkur?!? Ættum við ekki að stoppa þetta óheilbrigða líferni?!?