Útdeilingar á fölsuðum persónuskilríkjum !!!

Mig vantar smá aðstoð. Um daginn lenti ég í vinnuslysi, skar á taug og vöðva í putta. Þurfti að fara í aðgerð og liggja inn á sjúkrahúsi. Núna er u.þ.b vika liðin frá atburðinum og verkstjórinn var að hringja í mig og boða mig til vinnu. Ég er einhentur(hægri hönd í spelku) og get ekki einu sinni smurt brauðið mitt sjálfur eða hrært karmellubúðing sem mig langaði svo í um daginn. Verkstjórinn vildi meina að ég gæti unnið á lager og haft það gott. En getur einhver sagt mér réttindi mín og hver er besta leiðin til að koma sem best út úr svona vandamálum með vinnuveitendur. Ef þið getið séð af c.a 500 kr í verndarsjóð fyrir fjölskyldu mína vinsamlegast leggið það inn á bankareikning ….. nei bara spaug … gefið mér bara góð ráð.

KVeðja Nismo (en sumir kalla mig ZorrO)