Í gamladaga var gjarnan sagt að iðjuleysi væri vísir alls ills. Það er mikið til í því. Það að bíða eftir því að góðir hlutir gangi inn i líf manns og að hamingjan hefji sinn gang er mjög rangt. Gjarnan á þó fólk við vanmetakennd eða önnur skyld vandamál að stríða sem fær það til að falla í þá gryfju að halda að það að fullnægja draumunum veiti enga ánægju af því þeir séu hvort sem er hégómi. Þetta fólk sér engan tilgang í neinu og hefur mjög lítið starfsþrek. Vítahringurinn magnast því tíminn hættir ekki að líða og viðkomandi sjúklingar sjá vini og samferðarmenn taka fram úr sér. Fyrir vikið tekur þetta fólk gjarnan upp á því að bjóða hálfkæringnum inn í líf sitt, það verður drykkfelld, kærulaust og latt. Oft notar þetta fólk það sem afsökun að það geti allt sem það vilji vegna þess að það hafi meiri hæfileika en hinir sem fylgja straumnum en bara nenni því ekki.
Öllum ber skylda til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Það að leggjast í kör og vorkenna sjálfum sér er náttúrulega e-ð sem allir ganga í gegnum einhvern tímann en þegar það er orðið að lífstíl þarf viðkomandi að standa upp og berjast við drauga sína. Það að ná að skapa sér hamingjuríkt líf er mikið viðfangsefni og krefjandi. Lífið er erfitt. Þess vegna finnst mér oft umræðan um þunglyndi röng. Alltof oft er hún skilgreind sem fylgifiskur góðrar greindar, e-ð sem er rómantískt og uppspretta góðra listaverka. Það að upplifa þunglyndi er gífurlega erfitt og eitthvað sem mörgum mistekst að rífa sig upp úr, því miður. Það að rífa sig upp úr þunglyndi er heljarátak og mikið. Það er ekkert rómantískt við að vilja ekki vakna á morgun. Rómantík er hæfileikinn til að gera meira úr augnablikinu og sjálfsmorð er ansi fjarskylt því.
Gaman væri að fá commend við þessum skrifum mínum og hvernig fólk hefur náð að rífa sig upp úr þunglyndi. Reynslusögur eru alltaf vel þegnar.

takk fyrir lesturinn
arnarson