Nú á dögum snýst allt orðið um að vera á einhverjum kúr, vera að æfa einhverstaðar og bla bla bla allt til að láta sér líða vel. Eða hvað? Hver er árangurinn af öllum kúrunum - meiri vanlíðan á sálinni. Og hver er árangurinn af brjóstastækkunum. Hvenær gerist það að fólk bara verður alveg æðislega sátt með sig og líður vel.
Ég er nú svo heppin að hafa óvart grenst og það var sennilega af því að ég er ein af þeim sem er ekki að æfa neitt en hreifi mig samt mjög hratt og borða hollan mat en er samt ekki á neinum kúr fyrir offitusjúklinga.. en þá byrrja allir að tala um hvað ég hafi grenst og það er ekki með jákvæðni -ónei. Þar vottar fyrir afbrýðisemi og fólk reynir að segja þetta þannig að það líti út fyrir að maður sé e-ð veikur. Aumingja vesalings fólkið - ein kunningjavinkona mín gekk svo lagt að hætti að nenna að fara að djamma með mér af því að hún ætti ekki pening. Nema svo gerist það einn daginn að hún jú grennist og þá er hringt og hringt í mig og ég fengin út á djammið og mér skírt í trúnaði að ástæðan hafi sem sagt verið sú að ég hafi alltaf verið feitari en hún og hún hafi bara ekki höndlað þetta …………Vá æðislega góð vinkona. OG mig grunar að þetta sé nú ekkert eins dæmi. ÞAð eru allir að vera geðveikir af útlitspælingum .