Mig langar að heyra álit fólks á banni við innflutning vítamína sem eru sterkari er RDS segir til um.

Eins og flestir sem stunda íþróttir og almenna heilsurækt vita skipta vítamínin okkur gífulega miklu máli. Öll þurfum við á þeim að halda.

Flestir eru sammála um að við þurfum á góðu fjölvítamíni að halda, einhverjum fitusýrum, t.d. úr lýsi. Auk andoxunarefna eins og C-vítamín.

Rannsóknir sýna, já og reyndar almenn skynsemi að þeir sem stunda erfiðar æfingar þurfa meira af ákveðnum efnum en hin venjulega “ríkis-fjölvítamíntafla” gefa okkur.

Ég lenti í smá þrætum við konu í apóteki fyrir skemmstu þegar ég var að pirra mig á því að ekki megi flytja inn “alvöru” íþróttavítamín. Þessi ágæta kona sagði “líkaminn okkar getur ekki unnið úr meiru en ráðlagður dagsskammtur segir til um”
Ég horfði á konuna sem var á besta aldri trúlega 165 og 70 kg. og hugsaði með mér.. já einmitt.. líkaminn minn sem er 30 cm hærri og litlum 40 kílóum þyngri þarf ekkert meira af vítamínum, þó ég æfi 6-8 sinnum í viku…nei nei.. borðum við þá ekki jafn mikið líka?

hvenær ætlar lyfjaerftirlit eða hver sá sem sér um þessi mál að horfa til sólar og átta sig á staðreyndum.

Íþróttamenn þurfa sérhæfð vítamín og það að veita þeim ekki möguleika á að fá þaulhugsaða blöndu bíður meiri hættu heim en annars því að nú veit ég fyrir víst að margir taka bara stærri skammta af “ríkisvítamíninu” og telja sig vera í góðum málum.
Það skapar svo aftur a móti ójafnvægi sem ekki ætti sér stað ef um alvöru efni væri að ræða.