Hafið þið heyrt um krónískt þunglyndi?
Hver væri til í að segja mér frá reynslu sinni sem hefur gengið í gegnum svoleiðis viðbjóð? Ég held ég sé með krónískt þunglyndi því ég hef ekki getað rifið mig upp úr þunglyndinu núna í rúmt ár.
Bara sem dæmi þá ÁKVAÐ ég fyrirfram að djamma á gamlárskvöld og sjá hvort ég myndi eitthvað rifna upp, en neinei, áhuginn var svo “mikill” að ég gleymdi að djamma. Það sem ég gerði það kvöldið sem og flest önnur undanfarna mánuði var að halda utanum hundinn minn, ef svo má að orði komast. Vona að ég fái einhverjar reynslusögur sem ég get notað til að hjálpa sjálfri mér, og vona líka að ég fái sem minnst “comment” frá fólki sem hefur ekkert með viti um þetta að segja.
Með fyrirfram þökk,
Kveðja, Gungun